Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Lögregluþjónn á Akureyri mætti vopnaður með skammbyssu sér við mjöðm á þennan vettvang umferðarslyss í síðustu viku. Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira