Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2015 12:03 Það skal tekið fram að þessi rottuhrúga er ekki íslensk. vísir/getty „Mín tilfinning er að þetta sé nokkuð svipað og undanfarin ár,“ segir Ólafur Heiðarsson, meindýraeyðir hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, aðspurður um hvort meira sé af rottum í borginni nú en áður. Sú rotta sem við Íslendingar þekkja er brúnrottan sem Norðmenn eru enn ævareiðir að hafi verið gefið nafnið rattus norvegicus. Svartrottan, sem er öllu minni en brúnrottan, er útdauð hérlendis. „Þær hafa löngum lifað í lögnum víðsvegar um bæinn og þar sem bilanir verða þá birtast þær yfirleitt. Viðbrögð okkar eru snör og málin eru nær undantekningalaust leyst mjög snöggt.“ Undanfarið hefur það verið í umræðuni hvort rottufaraldur sé í Reykjavík enda rottur orðið nokkuð sýnilegri en áður. Ólafur tekur undir þá kenningu að það gæti haft með það að gera að framkvæmdir séu í gangi víða. „Það segir sig eiginlega sjálft. Þær lifa og hrærast í holræsunum og þegar eitthvað raskar ró þeirra þá geta þær farið á flakk og kíkt upp á yfirborðið.“ Ólafur segir einnig að sú mynd sem fólk hefur af rottunum sé oftar en ekki ýkt. „Þetta eru pínulítil spendýr. Þær geta borið með sér ógeð úr klóakinu sem fólki er illa við en síðan knúsar það köttinn sinn sem sökkvir tönnunum sínum í þær á nóttunni,“ segir hann kíminn að lokum. Smári Sveinsson, meindýraeyðir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sem hann ræddi um meindýr í Reykjavík. Þar bar rottur á góma. „Þær hafa horfið úr fjöruborðinu með tilkomu dælustöðva en þær eru ennþá um allt í holræsunum. Borgin hefur staðið sig vel í að eitra fyrir þeim en ástandið á klóakinu er lélegt ansi víða. Borgin er að gera sitt en húseigendur verða að hugsa betur um lagnirnar.“ Tengdar fréttir „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15 Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Mín tilfinning er að þetta sé nokkuð svipað og undanfarin ár,“ segir Ólafur Heiðarsson, meindýraeyðir hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, aðspurður um hvort meira sé af rottum í borginni nú en áður. Sú rotta sem við Íslendingar þekkja er brúnrottan sem Norðmenn eru enn ævareiðir að hafi verið gefið nafnið rattus norvegicus. Svartrottan, sem er öllu minni en brúnrottan, er útdauð hérlendis. „Þær hafa löngum lifað í lögnum víðsvegar um bæinn og þar sem bilanir verða þá birtast þær yfirleitt. Viðbrögð okkar eru snör og málin eru nær undantekningalaust leyst mjög snöggt.“ Undanfarið hefur það verið í umræðuni hvort rottufaraldur sé í Reykjavík enda rottur orðið nokkuð sýnilegri en áður. Ólafur tekur undir þá kenningu að það gæti haft með það að gera að framkvæmdir séu í gangi víða. „Það segir sig eiginlega sjálft. Þær lifa og hrærast í holræsunum og þegar eitthvað raskar ró þeirra þá geta þær farið á flakk og kíkt upp á yfirborðið.“ Ólafur segir einnig að sú mynd sem fólk hefur af rottunum sé oftar en ekki ýkt. „Þetta eru pínulítil spendýr. Þær geta borið með sér ógeð úr klóakinu sem fólki er illa við en síðan knúsar það köttinn sinn sem sökkvir tönnunum sínum í þær á nóttunni,“ segir hann kíminn að lokum. Smári Sveinsson, meindýraeyðir, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sem hann ræddi um meindýr í Reykjavík. Þar bar rottur á góma. „Þær hafa horfið úr fjöruborðinu með tilkomu dælustöðva en þær eru ennþá um allt í holræsunum. Borgin hefur staðið sig vel í að eitra fyrir þeim en ástandið á klóakinu er lélegt ansi víða. Borgin er að gera sitt en húseigendur verða að hugsa betur um lagnirnar.“
Tengdar fréttir „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15 Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33
Rotta hræddi líftóruna úr farþegum lestar Fjölmargir í vagninum standa í sætum sínum og æpa þegar rottan hleypur um gólfið. 9. apríl 2014 23:15
Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ segir Erik Bengtson-Korsås sem fékk rottuna inn á eldhúsgólf til sín. 27. mars 2014 12:27