Innlent

Lúsmý ekki eins áberandi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Jóhann Gunnar Arnarson varð fyrir barðinu á lúsmý.
Jóhann Gunnar Arnarson varð fyrir barðinu á lúsmý. mynd/jóhann gunnar
„Þetta virðist hafa dottið niður og fallið í ljúfa löð. Undarleg var uppákoman,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um lúsmý, flugu sem virtist hafa náð fótfestu hér á landi í fyrsta sinn.

Margir voru illa bitnir af lúsmýi í lok síðasta mánaðar, helst þeir sem voru á suðvesturhorni landsins.

„Ég geri mér ekki grein fyrir því enn hvað það var sem hleypti þessu af stað,“ segir Erling og bætir við að enn hafi hann ekki fengið staðfest heiti á tegundinni. „Það er maður erlendis að hjálpa mér með greininguna.“


Tengdar fréttir

Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla

Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi.

Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý

Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×