Ekkert lát á sigurgöngu Spieth | Fowler lék best í Skotlandi 13. júlí 2015 09:15 Spieth getur ekki hætt að vinna stór golfmót. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum á lokahringnum á John Deere Classic til þess að komast í bráðabana um sigurinn en þar mætti hann landa sínum Tom Gillis. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á annarri holu í bráðabananum eftir að Gillis fékk skolla en þetta er fjórða mótið á PGA-mótaröðinni sem þessi magnaði kylfingur frá Texas sigrar í á árinu. Spieth lék hringina fjóra á TPC Deere Run vellinum á 20 höggum undir pari og virðist vera að spila sitt allra besta golf fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í vikunni. Þar freistar hann þess að sigra á þriðja risamótinu í röð en hann sigraði á Masters mótinu og US Open fyrr á árinu. John Deere Classic var ekki eina stóra atvinnugolfmótið sem fram fór um helgina en Opna skoska meistaramótið fór fram á Gullane vellinum og nýttu margir þekkti kylfingar tækifærið til þess að hita upp fyrir Opna breska á alvöru strandavelli. Sá sem nýtti það best var þó Rickie Fowler en hann tryggði sér sigur í mótinu með frábæru innáhöggi á lokaholunni þar sem hann nældi sér í auðveldan fugl, og sinn fjórða sigur á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en þetta árið fer það fram á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira