Heimsmet í rítalínnotkun og ofgreining á ADHD Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. júní 2015 11:15 María Einisdóttir Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“ Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.En af hverju eiga Íslendingar heimsmet í Rítalín notkun? „Þetta hefur þróast ansi óheppilega á Íslandi, það verður að segjast eins og er. Það sem er svo hættulegt við að nota þetta sem stungulyf er að það er svo stuttur helmingunartíminn. Þetta er svo fljótt úr líkamanum og fólk er að sprauta sig 10-20 sinnum á dag, það ógnar heilsu fólks verulega svo ekki sé meira sagt. Þetta er mjög hættulegt lyf, og við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir María, sem tekur við mörgum rítalínfíklum á fíknigeðdeild LSH. „Það er of mikð aðgengi að lyfinu og það er einhver innflutningur líka. Það þarf að taka heildstætt á vandanum. Það er vinna í gangi við að reyna kortleggja þetta og stemma stigu við þessu, en þetta er mjög alvarlegt mál.“ „Varðandi hópinn sem hefur þessa ADHD greiningu, það þarf að meðhöndla það. Þau svara vel þessum lyfjum. En það hefur líka sýnt sig að hugræn atferlismeðferð kemur að gagni. Við erum með ADHD teymi á spítalanum sem er með mjög vandaða greiningarvinnu og setur svo af stað meðferðina. Það er mjög gott eftirlit með þeim hópi. Það er hreinlega þjóðhaglsega hagkvæmt að sinna fólki með ADHD mjög vel,“ segir María en bætir þó við að ekki allir með greiningu þurfi að fara á lyf. „Það hefur sýnt sig að þessu fólki er hættara við að detta út úr skólakerfinu, eiga erfiðara með að fá vinnu og halda vinnum - rekast illa. Lenda jafnvel upp á kant við lögin, með styttri kveikjuþráð en meðaljóninn. Það er einföld heilsuhagfræði sem segir okkur að þetta borgar sig. Það borgar sig að veita þessu unga fólki góða meðferð.“ María segir eina skýringu á Rítalín ofnotkun geti verið ofgreining. „Þess vegna var farið í þessa vegferð að stofna þetta teymi. Það er þverfaglegt teymi sem kemur að greiningunni og tíu til tólf klukktimar sem fara í hverja greiningu.“
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent