Rosberg stal forystunni af Hamilton strax í ræsingu. Kimi Raikkonen og Fernando Alonso lentu í samstuði sem olli því að McLaren bíll Spánverjans endaði ofan á Ferrari bíl Finnans. Öryggisbíllinn kom út í kjölfar þessa.
Rosberg tók þjónustuhlé á hring 33, dekkin voru orðin slitin og Hamitlon var farinn að nálgast um 0,7 sekúndur á hring. Hamilton tók svo þjónustuhlé en kom út á brautina á eftir Rosberg.
Massa komst fram úr Vettel í þjónustuhléinu eftir afar slakt þjónustuhlé hjá Ferrari. Sebstian Vettel þurfti því að berjast ef hann ætlaði að ná ráspól. Vettel reyndi hvað hann gat en komst ekki fram úr Massa.

Baráttan um þriðja sætið var besta baráttan á brautinni. Massa vildi væntanlega síst af öllu tapa verðlaunasætinu til Ferrari.
Rosberg hafði áhyggjur af víbringi í dekki á bíl sínum. Hann bað í talstöðinni um að „öll augu væru á upplýsingum um dekkið.“ Áhyggjur hans urðu að engu þegar hann kost yfir endamarkið.