Innlent

Bjarni Ben: Kauphöllin þurrkaðist út í Hruninu

Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. 

Bjarni segir einhverjar mestu einskiptingsbreytingar hafi orðið á völdum í viðskiptalífinu í hruninu.

„Kauphöllin þurrkaðist út. Nú bíður okkar að vinna með þetta nýja breytta eignarhald sem meðal annars felur í sér stóraukin umsvif lífeyrissjóðskerfisins," segir Bjarni og heldur áfram.

„Lífeyrissjóðirnir hafa komið inn í viðskiptalifið með allt öðrum hætti en áður gilti. Ég spyr mig að því hvert stefnir eiginlega í þeim efnum?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×