Fer allt eftir bókinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2015 06:30 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR, ætlar ekki að sleppa honum í greipar hinna liðanna í Dominos-deildinni. Fréttablaðið/Pjetur Einn af vorboðum hvers árs er úrslitakeppnin í körfuboltanum hér heima, en í kvöld fara átta liða úrslitin af stað hjá körlunum. Efsta liðið KR tekur á móti Grindavík sem hafnaði í áttunda sæti og þá eigast við Njarðvík og Stjarnan sem enduðu í fjórða og fimmta sæti. Spennan fyrir átta liða úrslitin er meiri en oft áður þar sem erfitt er að ráða í úrslitin, meira að segja viðureign efsta liðsins og liðsins sem hafnaði í áttunda sæti. Þar spila inn í meiðsli Pavels Ermolinskij. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er sérfræðingur Fréttablaðsins fyrir átta liða úrslitin og spáir í spilin.Pavel truflar Grindavík „Sigurhlutfallið milli KR og Grindavíkur er nokkuð jafnt undanfarin ár og þessi lið spila vanalega mjög skemmtilegar seríur á móti hvort öðru,“ segir Ingi Þór um viðureign KR (1) og Grindavíkur (8). „KR-ingar eru bara þannig stemmdir að þeir ætla að verða meistarar. Þeir mega samt ekkert við því að fara í fimm leikja seríu,“ bætir Ingi Þór við. Stóra spurningamerkið hjá KR er hversu mikið Pavel getur beitt sér, en hann missti af lokasprettinum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum. „Það er klárt að Pavel spilar ekki fyrstu leikina en það truflar Grindavík meira en KR. KR-ingar vita alveg hvenær hann mun spila en ekki Grindvíkingar. Þeir gætu verið meira að spá í því. KR er líka með alveg nógu góðan mannskap til að vinna án Pavels. Ef Brynjar Þór fær að spila sína stöðu eru þeir í fínum málum. Svo er KR líka sterkara varnarlið,“ segir Ingi Þór sem spáir KR 3-1 sigri.Stólarnir sterkari Nýliðar Tindastóls (2) mæta lærisveinum Benedikts Guðmundssonar úr Þór Þorlákshöfn (7) í annarri athyglisverðri rimmu. „Tindastóll er líkamlega sterkt lið sem þarf að ná fram sínum leik í seríunni til að vinna. Þórsararnir geta samt unnið alla á hvaða degi sem er. Þeir geta reyndar líka tapað illa eins og fyrir KR um daginn,“ segir Ingi Þór. Hann bendir á að heimavöllurinn hafi verið sterkur fyrir Stólana (10-1) en Þórsarar vinni varla á útivelli (3-8). „Heimavöllurinn verður klárlega sterkur fyrir Stólana áfram og svo mun liðið vinna baráttuna undir körfunni. Þess vegna held ég að Tindastóll vinni þetta einvígi, 3-1.“Passa upp á jafnvægið Haukarnir fengu skell í úrslitakeppninni í fyrra. Þrátt fyrir þrjá spennandi leiki voru þeir sendir í sumarfrí með 3-0 sópi af hálfu Njarðvíkur. Nú mæta Haukar (3) níföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur (6). „Haukar eru í sama gír núna og í byrjun tímabilsins en þeir tóku rosalega dýfu um mitt mót. Þeir virðast vera búnir að laga það sem var að og koma stemmdir með mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina,“ segir Ingi Þór, en hvað þurfa Haukarnir að gera til að komast í undanúrslitin? „Þeir þurfa að passa upp á jafnvægið. Þeir eru með mikinn styrk í Alex Francis undir körfunni en Emil Barja þarf að stýra þessu rétt og Kári Jónsson og Haukur Óskarsson að vera heitir fyrir utan. Þeir þurfa framlag frá liðsheildinni,“ segir Ingi, en hvernig fer Keflavík að því að fella Haukana? „Keflvíkingar eru með sterka bakverði og Damon Johnson sem er reynslumikill. Ef Keflvíkingar ná upp grimmdinni og ná að berja Haukana frá körfunni geta þeir stolið þessari seríu en ég spái Haukum 3-1 sigri.“Shouse elskar úrslitakeppnina Viðureign Njarðvíkur (4) og Stjörnunnar (5) ætti að vera mjög spennandi og Ingi Þór er því sammála. „Þetta verður gríðarlega jafnt einvígi. Bæði lið eru mikil bakvarðalið; Stjarnan með Justin og Dag Kár en Njarðvík með Bonneau-bombuna og Loga Gunnars. Þetta eru rosalega skemmtileg tvíeyki,“ segir hann. Bakvarðatvíeykin ættu að „núlla“ hvort annað út og því fellur það í skaut annarra leikmanna liðanna að standa sig. „Leikmennirnir í aukahlutverkunum skipta miklu máli í þessu einvígi. Verður það einhver ungur strákur úr Njarðvík sem tekur á sig rögg eða taka stóru strákarnir völdin í liðunum? Og hvernig ætlar Stjarnan að stöðva heitasta sóknarmann deildarinnar sem er Bonneau? Justin Shouse er líka rosalegur í úrslitakeppninni. Hann elskar þetta umhverfi og spilar alltaf best í stóru leikjunum. Þetta er mjög spennandi en ég spái 3-2 sigri Stjörnunnar,“ segir Ingi Þór. Aðspurður að lokum hvaða lið fari alla leið segir Ingi Þór: „KR og Tindastóll vinna í undanúrslitum og mætast í úrslitarimmunni. Þetta eru bestu liðin.“Brynjar Þór Björnsson, KR.Vísir/Þórdís Inga SigurðardóttirMolar um úrslitarimmunna:Þrettán í röð Íslands- og deildarmeistarar KR-inga hefja tilvörnina í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindavík í DHL-höllinni en KR-ingar hafa ekki tapað leik í átta liða úrslitunum í sjö ár. KR-liðið hefur sópað liðum út úr átta liða úrslitunum undanfarin sex ár og unnið alls þrettán síðustu leiki sína í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Síðasta liðið til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum og jafnframt slá Vesturbæjarliðið út var ÍR sem vann oddaleik liðanna 3. apríl 2008.Vinna á víxl KR og Grindavík hefja einvígi sitt í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta er í áttunda skiptið sem félögin mætast í úrslitakeppni karla og hingað til hafa þau skipst á að slá hvort annað út. KR vann 3-1 sigur á Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og samkvæmt hefðinni ættu Grindvíkingar að hefna í átta liða úrslitunum í ár. Einvígi KR og Grindavíkur: Undanúrslit 1990: KR vann 2-0 8 liða 1999: Grindavík vann 2-0 Lokaúrslit 2000: KR vann 3-1 8 liða 2004: Grindavík vann 2-1 Lokaúrslit 2009: KR vann 3-2 Undanúrslit 2013: Grindavík vann 3-1 Lokaúrslit 2014: KR vann 3-1 8 liða 2015: ???Teitur og Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/StefánFyrsti án Teits á móti Teiti? Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst í kvöld í Ljónagryfjunni. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í dag, er fyrrverandi þjálfari Stjörnuliðsins og eini þjálfarinn í sögu félagsins til þessa sem hefur stýrt liðinu til sigurs í leik í úrslitakeppni. Stjarnan fór í úrslitakeppnina öll sex tímabil Teits með liðið og vann Stjörnuliðið þá 21 af 41 leik sínum. Fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni án Teits Örlygssonar gæti því komið í leik á móti Teiti.Vinnur titilinn á fyrsta árinu Friðrik Ingi Rúnarsson stýrir liði Njarðvíkur í kvöld í leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn í tæp fimmtán ár eða síðan liðið féll út í oddaleik á móti KR í undanúrslitunum 2000. Þetta er í þriðja skiptið sem Friðrik Ingi tekur við liði Njarðvíkur og í hin tvö skiptin (1990-91 og 1997-98) varð liðið Íslandsmeistari á fyrsta ári. Þegar Friðrik Ingi gerði Njarðvík síðast að Íslandsmeisturum vorið 1998 endaði liðið einmitt í fjórða sæti í deildinni eins og núna. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Einn af vorboðum hvers árs er úrslitakeppnin í körfuboltanum hér heima, en í kvöld fara átta liða úrslitin af stað hjá körlunum. Efsta liðið KR tekur á móti Grindavík sem hafnaði í áttunda sæti og þá eigast við Njarðvík og Stjarnan sem enduðu í fjórða og fimmta sæti. Spennan fyrir átta liða úrslitin er meiri en oft áður þar sem erfitt er að ráða í úrslitin, meira að segja viðureign efsta liðsins og liðsins sem hafnaði í áttunda sæti. Þar spila inn í meiðsli Pavels Ermolinskij. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er sérfræðingur Fréttablaðsins fyrir átta liða úrslitin og spáir í spilin.Pavel truflar Grindavík „Sigurhlutfallið milli KR og Grindavíkur er nokkuð jafnt undanfarin ár og þessi lið spila vanalega mjög skemmtilegar seríur á móti hvort öðru,“ segir Ingi Þór um viðureign KR (1) og Grindavíkur (8). „KR-ingar eru bara þannig stemmdir að þeir ætla að verða meistarar. Þeir mega samt ekkert við því að fara í fimm leikja seríu,“ bætir Ingi Þór við. Stóra spurningamerkið hjá KR er hversu mikið Pavel getur beitt sér, en hann missti af lokasprettinum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum. „Það er klárt að Pavel spilar ekki fyrstu leikina en það truflar Grindavík meira en KR. KR-ingar vita alveg hvenær hann mun spila en ekki Grindvíkingar. Þeir gætu verið meira að spá í því. KR er líka með alveg nógu góðan mannskap til að vinna án Pavels. Ef Brynjar Þór fær að spila sína stöðu eru þeir í fínum málum. Svo er KR líka sterkara varnarlið,“ segir Ingi Þór sem spáir KR 3-1 sigri.Stólarnir sterkari Nýliðar Tindastóls (2) mæta lærisveinum Benedikts Guðmundssonar úr Þór Þorlákshöfn (7) í annarri athyglisverðri rimmu. „Tindastóll er líkamlega sterkt lið sem þarf að ná fram sínum leik í seríunni til að vinna. Þórsararnir geta samt unnið alla á hvaða degi sem er. Þeir geta reyndar líka tapað illa eins og fyrir KR um daginn,“ segir Ingi Þór. Hann bendir á að heimavöllurinn hafi verið sterkur fyrir Stólana (10-1) en Þórsarar vinni varla á útivelli (3-8). „Heimavöllurinn verður klárlega sterkur fyrir Stólana áfram og svo mun liðið vinna baráttuna undir körfunni. Þess vegna held ég að Tindastóll vinni þetta einvígi, 3-1.“Passa upp á jafnvægið Haukarnir fengu skell í úrslitakeppninni í fyrra. Þrátt fyrir þrjá spennandi leiki voru þeir sendir í sumarfrí með 3-0 sópi af hálfu Njarðvíkur. Nú mæta Haukar (3) níföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur (6). „Haukar eru í sama gír núna og í byrjun tímabilsins en þeir tóku rosalega dýfu um mitt mót. Þeir virðast vera búnir að laga það sem var að og koma stemmdir með mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina,“ segir Ingi Þór, en hvað þurfa Haukarnir að gera til að komast í undanúrslitin? „Þeir þurfa að passa upp á jafnvægið. Þeir eru með mikinn styrk í Alex Francis undir körfunni en Emil Barja þarf að stýra þessu rétt og Kári Jónsson og Haukur Óskarsson að vera heitir fyrir utan. Þeir þurfa framlag frá liðsheildinni,“ segir Ingi, en hvernig fer Keflavík að því að fella Haukana? „Keflvíkingar eru með sterka bakverði og Damon Johnson sem er reynslumikill. Ef Keflvíkingar ná upp grimmdinni og ná að berja Haukana frá körfunni geta þeir stolið þessari seríu en ég spái Haukum 3-1 sigri.“Shouse elskar úrslitakeppnina Viðureign Njarðvíkur (4) og Stjörnunnar (5) ætti að vera mjög spennandi og Ingi Þór er því sammála. „Þetta verður gríðarlega jafnt einvígi. Bæði lið eru mikil bakvarðalið; Stjarnan með Justin og Dag Kár en Njarðvík með Bonneau-bombuna og Loga Gunnars. Þetta eru rosalega skemmtileg tvíeyki,“ segir hann. Bakvarðatvíeykin ættu að „núlla“ hvort annað út og því fellur það í skaut annarra leikmanna liðanna að standa sig. „Leikmennirnir í aukahlutverkunum skipta miklu máli í þessu einvígi. Verður það einhver ungur strákur úr Njarðvík sem tekur á sig rögg eða taka stóru strákarnir völdin í liðunum? Og hvernig ætlar Stjarnan að stöðva heitasta sóknarmann deildarinnar sem er Bonneau? Justin Shouse er líka rosalegur í úrslitakeppninni. Hann elskar þetta umhverfi og spilar alltaf best í stóru leikjunum. Þetta er mjög spennandi en ég spái 3-2 sigri Stjörnunnar,“ segir Ingi Þór. Aðspurður að lokum hvaða lið fari alla leið segir Ingi Þór: „KR og Tindastóll vinna í undanúrslitum og mætast í úrslitarimmunni. Þetta eru bestu liðin.“Brynjar Þór Björnsson, KR.Vísir/Þórdís Inga SigurðardóttirMolar um úrslitarimmunna:Þrettán í röð Íslands- og deildarmeistarar KR-inga hefja tilvörnina í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindavík í DHL-höllinni en KR-ingar hafa ekki tapað leik í átta liða úrslitunum í sjö ár. KR-liðið hefur sópað liðum út úr átta liða úrslitunum undanfarin sex ár og unnið alls þrettán síðustu leiki sína í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Síðasta liðið til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum og jafnframt slá Vesturbæjarliðið út var ÍR sem vann oddaleik liðanna 3. apríl 2008.Vinna á víxl KR og Grindavík hefja einvígi sitt í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. Þetta er í áttunda skiptið sem félögin mætast í úrslitakeppni karla og hingað til hafa þau skipst á að slá hvort annað út. KR vann 3-1 sigur á Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og samkvæmt hefðinni ættu Grindvíkingar að hefna í átta liða úrslitunum í ár. Einvígi KR og Grindavíkur: Undanúrslit 1990: KR vann 2-0 8 liða 1999: Grindavík vann 2-0 Lokaúrslit 2000: KR vann 3-1 8 liða 2004: Grindavík vann 2-1 Lokaúrslit 2009: KR vann 3-2 Undanúrslit 2013: Grindavík vann 3-1 Lokaúrslit 2014: KR vann 3-1 8 liða 2015: ???Teitur og Friðrik Ingi Rúnarsson.Vísir/StefánFyrsti án Teits á móti Teiti? Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst í kvöld í Ljónagryfjunni. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í dag, er fyrrverandi þjálfari Stjörnuliðsins og eini þjálfarinn í sögu félagsins til þessa sem hefur stýrt liðinu til sigurs í leik í úrslitakeppni. Stjarnan fór í úrslitakeppnina öll sex tímabil Teits með liðið og vann Stjörnuliðið þá 21 af 41 leik sínum. Fyrsti sigur Stjörnunnar í úrslitakeppni án Teits Örlygssonar gæti því komið í leik á móti Teiti.Vinnur titilinn á fyrsta árinu Friðrik Ingi Rúnarsson stýrir liði Njarðvíkur í kvöld í leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn í tæp fimmtán ár eða síðan liðið féll út í oddaleik á móti KR í undanúrslitunum 2000. Þetta er í þriðja skiptið sem Friðrik Ingi tekur við liði Njarðvíkur og í hin tvö skiptin (1990-91 og 1997-98) varð liðið Íslandsmeistari á fyrsta ári. Þegar Friðrik Ingi gerði Njarðvík síðast að Íslandsmeisturum vorið 1998 endaði liðið einmitt í fjórða sæti í deildinni eins og núna.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira