SGS boðar hertar aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2015 15:19 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Auðunn Starfsgreinasambandið segir að farið verði í víðtækar verkfallsaðgerðir í lok þessa mánaðar og í maímánuði, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. Í tilkynningu frá SGS segir að aðgerðirnar muni hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Ástæða þessara hertu aðgerða eru meðal annars sagðar vera tilraunir Samtaka atvinnulífsins til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum launþegasamtaka og mikill baráttuvilji meðal félagsmanna aðildarfélaga SGS. Meginkrafan af hálfu SGS hefur verið hækkun grunnlauna sem liggja nú í rúmum 200 þúsund krónum fyrir fulla vinnu og að lágmarkslaun fari þannig upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal annars í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækja og hækkana til hinna hæst launuðu í þjóðfélaginu. „Fólk er bara orðið reitt,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, „Það er ekki hægt að lifa sómasamlegu lífi á þessum launum. Þegar við bætast hækkanir á matarskatti og hærri húsnæðiskostnaður þá er ljóst að staða verkafólks er orðin óviðunandi og það nær einfaldlega ekki að framfleyta fjölskyldum sínum. Félagsmenn okkar eru harðduglegt fólk sem gengur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sanngjörn laun.“ Björn segir almenning vera á þeirra bandi um að rúmar tvö hundruð þúsund krónur á mánuði séu ekki boðleg laun fyrir fulla vinnu. „Miðað við forsendur þær sem atvinnurekendur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þúsund kalla í hækkun. Það sættir sig enginn við í okkar hópi og við erum því nauðbeygð að grípa til þessara aðgerða. Við vonum auðvitað í lengstu lög að það megi forða verkföllum. Þau eiga alltaf að vera neyðarúrræði. Það er hins vegar enginn bilbugur á okkar fólki og við erum búin undir að þetta geti orðið löng orrusta.“Verkfallsaðgerðirnar eru skipulagðar svona: 30. apríl 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). 7. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). 19. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). 20. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). 26. maí 2015 - Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Starfsgreinasambandið segir að farið verði í víðtækar verkfallsaðgerðir í lok þessa mánaðar og í maímánuði, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Aðgerðirnar verða umfangsmeiri og harðari en þær sem áður höfðu verið kynntar og munu ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. Í tilkynningu frá SGS segir að aðgerðirnar muni hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Ástæða þessara hertu aðgerða eru meðal annars sagðar vera tilraunir Samtaka atvinnulífsins til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum launþegasamtaka og mikill baráttuvilji meðal félagsmanna aðildarfélaga SGS. Meginkrafan af hálfu SGS hefur verið hækkun grunnlauna sem liggja nú í rúmum 200 þúsund krónum fyrir fulla vinnu og að lágmarkslaun fari þannig upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Krafan er sett fram meðal annars í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækja og hækkana til hinna hæst launuðu í þjóðfélaginu. „Fólk er bara orðið reitt,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, „Það er ekki hægt að lifa sómasamlegu lífi á þessum launum. Þegar við bætast hækkanir á matarskatti og hærri húsnæðiskostnaður þá er ljóst að staða verkafólks er orðin óviðunandi og það nær einfaldlega ekki að framfleyta fjölskyldum sínum. Félagsmenn okkar eru harðduglegt fólk sem gengur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sanngjörn laun.“ Björn segir almenning vera á þeirra bandi um að rúmar tvö hundruð þúsund krónur á mánuði séu ekki boðleg laun fyrir fulla vinnu. „Miðað við forsendur þær sem atvinnurekendur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þúsund kalla í hækkun. Það sættir sig enginn við í okkar hópi og við erum því nauðbeygð að grípa til þessara aðgerða. Við vonum auðvitað í lengstu lög að það megi forða verkföllum. Þau eiga alltaf að vera neyðarúrræði. Það er hins vegar enginn bilbugur á okkar fólki og við erum búin undir að þetta geti orðið löng orrusta.“Verkfallsaðgerðirnar eru skipulagðar svona: 30. apríl 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). 7. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). 19. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). 20. maí 2015 - Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). 26. maí 2015 - Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira