Besta ár landsliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2015 06:00 Strákarnir fagna. vísir/anton Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan. Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk má svo sannarlega vera stolt af A-landsliðum sínum á þessu ári því bæði liðin stóðu sig frábærlega í leikjum sínum í undankeppnum Evrópumótsins á árinu 2015. Knattspyrnuárið 2015 var því ekki aðeins sögulegt af því að karlalandsliðið tryggði sig inn á stórmót í fyrsta sinn. Kvennalandsliðið er á toppi síns riðils eftir sigra í öllum þremur keppnisleikjum sínum og tölfræðilega telst þetta vera besta landsliðsár fótboltans síðan stelpurnar fóru að keppa í undankeppnum HM og EM í byrjun tíunda áratugarins. A-landslið Íslands náðu alls í 20 stig af 27 mögulegum í keppnisleikjum sínum á árinu 2015 sem gerir rúmlega 74 prósent stiga í boði. Landsliðin hafa aldrei náð jafn stóru hlutfalli stiga í hús á árum þar sem bæði lið hafa spilað og reiknað er með þremur stigum fyrir hvern sigurleik.Bæði að blómstra Stigahlutfall liðanna hækkaði annað árið í röð og að þessu sinni er ekki bara annað landsliðið að blómstra heldur þau bæði. Varnarleikur beggja liða var afburðagóður á þessu ári. Stelpurnar héldu hreinu í öllum þremur leikjum sínum og karlaliðið fékk bara á sig fjögur mörk í sex leikjum. Það var því aðeins skorað fjórum sinnum hjá íslensku landsliðunum á 810 mínútum í níu keppnisleikjum ársins en það gerir mark á sig á meira en 200 mínútna fresti. Stelpurnar hjálpa reyndar við að hífa þessa tölu upp enda eru Guðbjörg Gunnarsdóttur og félagar hennar í kvennalandsliðinu ekki enn búnar að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Bæði lið spiluðu fyrstu 45 mínútur sinna leikja í undankeppni EM án þess að fá sig mark og voru í heildina aðeins undir í samtals sex mínútur í þessum níu leikjum. Sex mínútur af 810 eða aðeins sjö prósent leiktímans. Sú ótrúlega tölfræði verður seint leikin eftir.Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari með æfingu.vísir/daníelKarlarnir draga tölfræðina niður Það eru aðeins síðustu leikir karlaliðsins sem draga tölfræðina niður en íslenska karlaliðið gaf eftir þegar sætið í Evrópukeppninni var í höfn. Íslenska karlaliðið vann þrjá fyrstu keppnisleiki sína eins og konurnar en fékk síðan aðeins tvö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Baráttan var unnin og síðustu leikirnir breyttu litlu. Mikið var rætt um að það væri betra að vinna riðilinn en að lenda í öðru sætinu. Þegar kom að drættinum virtist það þó ekki skipta miklu máli. Íslenska liðið lenti í einum þægilegasta riðli keppninnar með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki en Tékkar, sigurvegarar riðilsins, þurfa að glíma við Spán, Króatíu og Tyrkland. Eitt ár stendur þessu ári framar frá því að kvennalandsliðið fór að taka þátt í undankeppnum stórmóta en þá giltu aðrar stigareglur en gera í dag.Munur á tveimur og þremur stigum Árið 1993 var tveggja stiga reglan enn í gildi hjá landsliðunum og þá spiluðu konurnar líka bara einn keppnisleik. Íslensku landsliðin náðu þetta ár í átta stig af tíu mögulegum, 80 prósent stiga í boði. Sé árangurinn hins vegar uppfærður á þriggja stiga regluna til að bera saman við árangurinn í ár þá var hann aðeins slakari fyrir 22 árum. Hefðu þrjú stig verið gefin fyrir sigur árið 1993 þá hefðu landsliðin náð í 73,3 prósent stiga í boði. Af þeim árum þar sem bæði lið hafa spilað fleiri en tvo keppnisleiki var árið í ár að bæta ársgamalt met eða síðan 69 prósent stiga komu í hús hjá liðunum árið 2014. Það þarf heldur ekki að fara lengra en til ársins 2012 til að finna fjórða besta árið. Á þessu sést að knattspyrnulandsliðin hafa verið að stíga stór skref og að litla Ísland á öflug landslið hjá báðum kynjum sem eiga raunhæfan möguleika á sigri í hverjum leik. Knattspyrnuárið 2015 var sögulegt og það er þegar ljóst að knattspyrnuárið 2016 verður einnig mjög sögulegt. Karlaliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti og konurnar fá gott tækifæri til að tryggja sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. Þær gætu jafnvel komist beint inn (ekki í gegnum umspil eins og á EM 2009 og 2013) en úrslitaleikirnir við Skota á næsta ári ráða líklega öllu um það. Það er því einstaklega áhugavert og vonandi jafn farsælt landsliðsár fram undan.
Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira