Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 2-1 | Fjölnir vann óvæntan sigur á KR Haraldur Hróðmarsson á Fjölnisvelli skrifar 5. ágúst 2015 23:30 Þórir Guðjónsson er næstmarkahæstur í Pepsi-deildinni með sjö mörk. vísir/vilhelm Fjölnismenn unnu óvæntan 2-1 sigur á KR-ingum í Grafarvoginum í kvöld en eftir tapleik kvöldsins er KR þremur stigum á eftir FH á toppi Pepsi-deildarinnar. Með sigrinum tókst Fjölnismönnum að blanda sér á ný í baráttuna um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. KR fékk sannkallað dauðafæri í upphafi leiksins þegar Hólmbert Aron Friðjónsson sendi boltann fyrir markið á Óskar Örn Hauksson en Þórður Ingason gerði gríðarlega vel og varði frá honum strax á 3. mínútu af stuttu færi. Einungis mínútu kom fyrsta mark leiksins. Fjölnir fékk innkast til móts við vítateig KR en upp úr því barst boltinn til baka á Guðmund Karl sem sneri Kristinn Magnússon af sér og þrumaði boltanum upp í markhornið, óverjandi fyrir Sindra Snæ Jensson sem stóð vaktina vegna meiðsla Stefáns Loga Magnússonar. KR lét markið ekki mikið á sig fá og var fyrri hálfleikurinn stanslaus skemmtun þar sem liðin skiptust á að sækja. Bestu færi KR-inga komu helst eftir hornspyrnur eða háar sendingar þar sem Hólmbert Aron var illviðráðanlegur í vítateignum en Þórður varði aftur frá Óskari Erni með glæsibrag úr teignum seint í hálfleiknum. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, skipti Gonzalo Balbi af velli í hálfleik og setti vængmanninn Sören Fredriksen í hægri bakvarðarstöðuna í síðari hálfleik en við það var allt annað að sjá til KR liðsins. Á 57. mínútu kom jöfnunarmark KR og var það í glæsilegri kantinum. Jacob Schoop vann þá aukaspyrnu 25 metrum frá marki Fjölnis og eftir stutta reikisstefnu sættust KR-ingar á að leyfa Hólmberti að taka spyrnuna. Hólmbert skrúfaði boltann út fyrir varnarvegginn og rakleiðis upp í markvinkilinn, stórkostlegt mark og spyrnutæknin einstök. Heimamenn virtust hálf vankaðir eftir markið en vörn þeirra hélt og KR fékk engin teljandi marktækifæri eftir jöfnunarmarkið. Það var hinsvegar varamaðurinn Mark Charles Magee sem stal senunni á 77. mínútu þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu, nýkominn inná sem varamaður. Guðmundur Karl gaf góða stungusendingu innfyrir KR vörnina og þar skaut Magee upp kollinum, tók boltann og lagði hann framhjá Sindra sem átti enga möguleika. Markið var umdeilt og verður sennilega mikið rætt á komandi dögum en Kennie Chopart virtist vera rangstæður í aðdraganda marksins. Fjölnir varðist vel til loka leiksins og vann sterkan heimasigur, sinn annan í röð eftir erfiðan kafla í júlí. Liðið sem heild varðist vel, Þórður var frábær í markinu og Bergsveinn Ólafsson átti enn einn stórleikinn. Illugi Gunnarsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Kennie Chopart börðust eins og ljón á miðjunni og verður að hrósa þeim fyrir það. KR liðið var slakt og hugmyndasnautt í fyrri hálfleik, þeir spiluðu mest upp á langa bolta til Hólmberts framan af leik en fundu smátt og smátt svæði á milli varnar og miðju Fjölnismanna og áttu nokkra lipra spilkafla. KR er nú þremur stigum á eftir FH og ljóst er að toppbaráttan verður hörð allt til lokaumferðarinnar. Á sama tíma tókst Fjölnismönnum að styrkja stöðu sína í 5. sætinu og geta mögulega farið að kíkja aftur upp og láta sig dreyma um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. Bjarni: Byrjuðum leikinn ekki af nægilega miklum krafti„Við byrjuðum leikinn ekki af næginlega miklum krafti," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, yfirvegaður að leik loknum þrátt fyrir svekkjandi tap. „Þó að markið sem þeir skora sé flott þá er það klaufagangur í okkar varnarleik sem kemur honum í þessa skotstöðu. Þetta er staða sem við eigum að ráða miklu betur við en við gerðum það ekki. Eftir það finnst mér við vera með leikinn í okkar höndum stóran hluta leiksins, við sköpum okkur færi sem við náum ekki að nýta og í stöðunni 1-1 fannst mér við líka vera með leikinn í okkar höndum. Svo kemur upp einbeitingarleysi á tveimur stöðum á vellinum og þeir komast í 2-1." Bjarni vildi ekki kennara dómaraparinu um úrslit leiksins en KR-ingar vildu fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. „Dómararnir hafa heilt yfir staðið sig vel og ég hef bara fulla trú á því að þeir hafi staðið sig vel í kvöld. Ég er ekki í betri aðstöðu en þeir til að sjá þessa dóma." FH er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sigur kvöldsins en Bjarni var nokkuð brattur þrátt fyrir það. „Toppbaráttan verður strembin áfram, það er auðvitað ekki gott að missa FH langt fram úr sér en við höfum verið í þessari stöðu áður og það er fullt af stigum eftir í pottinum. Við eigum hörkuleik gegn Fylki á mánudaginn og það er ljóst að við þurfum að taka hraustar á þeim en við gerðum við Fjölni hér í kvöld og tryggja það að við fáum 3 stig svo við getum hangið í FH," sagði Bjarni Guðjónsson einbeittur í leikslok. Ágúst: Kláruðum eitt besta lið landsinsÁgúst Gylfason var himinlifandi eftir þennan mikilvæga sigur en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. „Það er frábær tilfinning að vinna í kvöld, við höfum verið erfiðir heim að sækja og yfirleitt unnið. Vinnuframlagið frá liðinu var frábært og stuðningurinn úr stúkunni sömuleiðis og við tökum úr þessu kærkomin þrjú stig." Ágúst var hæstánægður með baráttuanda leikmanna sinna í kvöld. „Við sýndum góðan karakter eftir að þeir jafna metin úr þessu frábæra aukaspyrnumarki en við gerðum góða skiptingu og Mark sýndi og sannaði að hann er frábær slúttari og hann kláraði þetta fyrir okkur." Þórður Ingason átti stórleik í marki Fjölnis og Ágúst hrósaði honum sérstaklega. „Mér fannst allir strákarnir standa sig vel. Þórður hélt okkur inni í þessu strax í byrjun en þeir eiga allir heiður skilinn fyrir góðan karakter. Við náðum góðum sigri gegn Fylki í síðustu umferð og héldum sama skipulagi og gerðum vel í að klára eitt besta lið landsins í kvöld." Næsti leikur Fjölnis er í Keflavík og var Ágúst hógvær þrátt fyrir afleitt gengi Suðurnesjamanna að undanförnu. „Við eigum mjög erfiðan leik við Keflavík á mánudaginn sem töpuðu víst 4-0 í kvöld en það verður mjög erfiður leikur þrátt fyrir það. Þeir þurfa á öllu sínu að halda en við mætum með okkar besta lið og sjáum til hverju það skilar okkur," sagði Ágúst Gylfason þjálfari spútnikliðs deildarinnar. Guðmundur Karl: Allt yfir fimmta sæti er bónusGuðmundur Karl Guðjónsson var brosmildur í leikslok er blaðamaður hitti á hann en hann skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti. „Stemningin í liðinu hefur sjaldan verið betri. Það var auðvitað erfitt að tapa þessum 5 leikjum í röð þannig að það var mjög sterkt að koma til baka og sigra þessa tvo leiki sem við höfum unnið núna í röð." Guðmundur lagði upp mark og skoraði annað en vildi lítið tala um eigin afrek að leik loknum. Þess í stað nýtti hann tímann til að hrósa liðsheildinni. „Það var eiginlega ótrúlegt að við skildum halda þetta út þar sem þeir sóttu stíft en við fengum ágætis tækifæri þótt þau hafi verið fá." Guðmundur var bjartsýnn á framhaldið en Fjölnismenn virðast ætla að blanda sér á ný í baráttu um Evrópusætin. „Vonandi getum við krækt í fleiri stig í næstu leikjum og komist ofar í töflunni og þá er aldrei að vita nema við náum markmiðum okkar í sumar. Markmiðið er 5. sæti sem yrði besti árangur í sögu Fjölnis, allt fyrir ofan það er bónus," sagði Guðmundur, kampakátur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Fjölnismenn unnu óvæntan 2-1 sigur á KR-ingum í Grafarvoginum í kvöld en eftir tapleik kvöldsins er KR þremur stigum á eftir FH á toppi Pepsi-deildarinnar. Með sigrinum tókst Fjölnismönnum að blanda sér á ný í baráttuna um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. KR fékk sannkallað dauðafæri í upphafi leiksins þegar Hólmbert Aron Friðjónsson sendi boltann fyrir markið á Óskar Örn Hauksson en Þórður Ingason gerði gríðarlega vel og varði frá honum strax á 3. mínútu af stuttu færi. Einungis mínútu kom fyrsta mark leiksins. Fjölnir fékk innkast til móts við vítateig KR en upp úr því barst boltinn til baka á Guðmund Karl sem sneri Kristinn Magnússon af sér og þrumaði boltanum upp í markhornið, óverjandi fyrir Sindra Snæ Jensson sem stóð vaktina vegna meiðsla Stefáns Loga Magnússonar. KR lét markið ekki mikið á sig fá og var fyrri hálfleikurinn stanslaus skemmtun þar sem liðin skiptust á að sækja. Bestu færi KR-inga komu helst eftir hornspyrnur eða háar sendingar þar sem Hólmbert Aron var illviðráðanlegur í vítateignum en Þórður varði aftur frá Óskari Erni með glæsibrag úr teignum seint í hálfleiknum. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, skipti Gonzalo Balbi af velli í hálfleik og setti vængmanninn Sören Fredriksen í hægri bakvarðarstöðuna í síðari hálfleik en við það var allt annað að sjá til KR liðsins. Á 57. mínútu kom jöfnunarmark KR og var það í glæsilegri kantinum. Jacob Schoop vann þá aukaspyrnu 25 metrum frá marki Fjölnis og eftir stutta reikisstefnu sættust KR-ingar á að leyfa Hólmberti að taka spyrnuna. Hólmbert skrúfaði boltann út fyrir varnarvegginn og rakleiðis upp í markvinkilinn, stórkostlegt mark og spyrnutæknin einstök. Heimamenn virtust hálf vankaðir eftir markið en vörn þeirra hélt og KR fékk engin teljandi marktækifæri eftir jöfnunarmarkið. Það var hinsvegar varamaðurinn Mark Charles Magee sem stal senunni á 77. mínútu þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu, nýkominn inná sem varamaður. Guðmundur Karl gaf góða stungusendingu innfyrir KR vörnina og þar skaut Magee upp kollinum, tók boltann og lagði hann framhjá Sindra sem átti enga möguleika. Markið var umdeilt og verður sennilega mikið rætt á komandi dögum en Kennie Chopart virtist vera rangstæður í aðdraganda marksins. Fjölnir varðist vel til loka leiksins og vann sterkan heimasigur, sinn annan í röð eftir erfiðan kafla í júlí. Liðið sem heild varðist vel, Þórður var frábær í markinu og Bergsveinn Ólafsson átti enn einn stórleikinn. Illugi Gunnarsson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Kennie Chopart börðust eins og ljón á miðjunni og verður að hrósa þeim fyrir það. KR liðið var slakt og hugmyndasnautt í fyrri hálfleik, þeir spiluðu mest upp á langa bolta til Hólmberts framan af leik en fundu smátt og smátt svæði á milli varnar og miðju Fjölnismanna og áttu nokkra lipra spilkafla. KR er nú þremur stigum á eftir FH og ljóst er að toppbaráttan verður hörð allt til lokaumferðarinnar. Á sama tíma tókst Fjölnismönnum að styrkja stöðu sína í 5. sætinu og geta mögulega farið að kíkja aftur upp og láta sig dreyma um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. Bjarni: Byrjuðum leikinn ekki af nægilega miklum krafti„Við byrjuðum leikinn ekki af næginlega miklum krafti," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, yfirvegaður að leik loknum þrátt fyrir svekkjandi tap. „Þó að markið sem þeir skora sé flott þá er það klaufagangur í okkar varnarleik sem kemur honum í þessa skotstöðu. Þetta er staða sem við eigum að ráða miklu betur við en við gerðum það ekki. Eftir það finnst mér við vera með leikinn í okkar höndum stóran hluta leiksins, við sköpum okkur færi sem við náum ekki að nýta og í stöðunni 1-1 fannst mér við líka vera með leikinn í okkar höndum. Svo kemur upp einbeitingarleysi á tveimur stöðum á vellinum og þeir komast í 2-1." Bjarni vildi ekki kennara dómaraparinu um úrslit leiksins en KR-ingar vildu fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. „Dómararnir hafa heilt yfir staðið sig vel og ég hef bara fulla trú á því að þeir hafi staðið sig vel í kvöld. Ég er ekki í betri aðstöðu en þeir til að sjá þessa dóma." FH er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sigur kvöldsins en Bjarni var nokkuð brattur þrátt fyrir það. „Toppbaráttan verður strembin áfram, það er auðvitað ekki gott að missa FH langt fram úr sér en við höfum verið í þessari stöðu áður og það er fullt af stigum eftir í pottinum. Við eigum hörkuleik gegn Fylki á mánudaginn og það er ljóst að við þurfum að taka hraustar á þeim en við gerðum við Fjölni hér í kvöld og tryggja það að við fáum 3 stig svo við getum hangið í FH," sagði Bjarni Guðjónsson einbeittur í leikslok. Ágúst: Kláruðum eitt besta lið landsinsÁgúst Gylfason var himinlifandi eftir þennan mikilvæga sigur en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. „Það er frábær tilfinning að vinna í kvöld, við höfum verið erfiðir heim að sækja og yfirleitt unnið. Vinnuframlagið frá liðinu var frábært og stuðningurinn úr stúkunni sömuleiðis og við tökum úr þessu kærkomin þrjú stig." Ágúst var hæstánægður með baráttuanda leikmanna sinna í kvöld. „Við sýndum góðan karakter eftir að þeir jafna metin úr þessu frábæra aukaspyrnumarki en við gerðum góða skiptingu og Mark sýndi og sannaði að hann er frábær slúttari og hann kláraði þetta fyrir okkur." Þórður Ingason átti stórleik í marki Fjölnis og Ágúst hrósaði honum sérstaklega. „Mér fannst allir strákarnir standa sig vel. Þórður hélt okkur inni í þessu strax í byrjun en þeir eiga allir heiður skilinn fyrir góðan karakter. Við náðum góðum sigri gegn Fylki í síðustu umferð og héldum sama skipulagi og gerðum vel í að klára eitt besta lið landsins í kvöld." Næsti leikur Fjölnis er í Keflavík og var Ágúst hógvær þrátt fyrir afleitt gengi Suðurnesjamanna að undanförnu. „Við eigum mjög erfiðan leik við Keflavík á mánudaginn sem töpuðu víst 4-0 í kvöld en það verður mjög erfiður leikur þrátt fyrir það. Þeir þurfa á öllu sínu að halda en við mætum með okkar besta lið og sjáum til hverju það skilar okkur," sagði Ágúst Gylfason þjálfari spútnikliðs deildarinnar. Guðmundur Karl: Allt yfir fimmta sæti er bónusGuðmundur Karl Guðjónsson var brosmildur í leikslok er blaðamaður hitti á hann en hann skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti. „Stemningin í liðinu hefur sjaldan verið betri. Það var auðvitað erfitt að tapa þessum 5 leikjum í röð þannig að það var mjög sterkt að koma til baka og sigra þessa tvo leiki sem við höfum unnið núna í röð." Guðmundur lagði upp mark og skoraði annað en vildi lítið tala um eigin afrek að leik loknum. Þess í stað nýtti hann tímann til að hrósa liðsheildinni. „Það var eiginlega ótrúlegt að við skildum halda þetta út þar sem þeir sóttu stíft en við fengum ágætis tækifæri þótt þau hafi verið fá." Guðmundur var bjartsýnn á framhaldið en Fjölnismenn virðast ætla að blanda sér á ný í baráttu um Evrópusætin. „Vonandi getum við krækt í fleiri stig í næstu leikjum og komist ofar í töflunni og þá er aldrei að vita nema við náum markmiðum okkar í sumar. Markmiðið er 5. sæti sem yrði besti árangur í sögu Fjölnis, allt fyrir ofan það er bónus," sagði Guðmundur, kampakátur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira