Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 15:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45