Erlent

Á annað hundrað látist í hitabylgju í Pakistan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ástandið í Pakistan er ekki gott og ekki hjálpar til að ramadan stendur nú yfir.
Ástandið í Pakistan er ekki gott og ekki hjálpar til að ramadan stendur nú yfir. vísir/epa
Óttast er að um tvöhundruð manns hafa látist í hitabylgju í stærstu borg Pakistan, Karachi, á síðustu tvemur dögum. Stjórnvöld í borginni hafa staðfest að 148 hafi látist en óttast er að talan geti hækkað.

Verið er að hlúa að hundruðum til viðbótar á sjúkrahúsum borgarinnar vegna veikinda á borð við hita og ofþornunar. Flestir þeirra sem hafa látist voru eldri borgarar.

Hitabylgjur á þessum stað landsins eru fátíðar og man fólk ekki eftir öðru eins veðri. Hitastig hefur náð allt að 46°C þar sem heitast er. Ekki bætir úr skák að rafkerfi borgarinnar bilaði um helgina og að bylgjan hittir á föstumánuðinn ramadan.

Fólki í borginni hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og drekka mikið vatn. Yfirvöld vonast til þess að monsúnregnið, sem er á næsta leiti, muni bæta stöðuna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×