Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - KR 0-1 | KR ætlar að vera með í toppbaráttunni Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 22. júní 2015 09:56 Pálmi Rafn Pálmason í leiknum í kvöld. vísir/valli KR stimplaði sig af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla með 0-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sörens Fredriksen. Með sigrinum minnkaði KR forskot toppliðs FH niður í þrjú stig en vonir Stjörnumanna um að verja Íslandsmeistaratitilinn eru orðnar ansi veikar. Liðið er í 6. sæti með aðeins 12 stig, átta stigum á eftir FH. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Leikurinn var þó í miklu jafnvægi og hvorugt liðið var tilbúið að taka mikla áhættu. Strax á 5. mínútu fékk Pálmi Rafn Pálmason fínt færi en skot hans fór beint á Gunnar Nielsen sem var mættur aftur í mark Stjörnunnar eftir tveggja leikja fjarveru. Jacob Schoop bjó færið til fyrir Pálma en Daninn var mjög áberandi í fyrri hálfleik og var arkitektinn að flestum sóknum KR. Á 16. mínútu átti Óskar Örn Hauksson fast skot úr aukaspyrnu sem Gunnar sló út í teiginn. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn bjargaði sér hins vegar úr klípunni og kom í veg fyrir að KR næði forystunni. Eftir þessa öflugu byrjun KR komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Þeir ógnuðu marki KR þó ekki að neinu ráði fyrr en alveg undir lok hálfleiksins þegar Halldór Orri Björnsson komst í fínt skotfæri utarlega í teignum en Stefán Logi Magnússon varði í horn. Færið kom eftir vel útfærða skyndisókn Stjörnunnar. Ólafur Karl Finsen nýtti sér pláss sem hann fékk á miðjunni og færði boltann yfir til vinstri á Halldór Orra. Ólafur Karl spilaði fyrir aftan Jeppe Hansen í kvöld og í fyrri hálfleik komst hann 2-3 í góðar stöður milli miðju og varnar KR. Hann náði þó ekki að nýta sér það fyrr en í ofannefndu færi. Ólafur Karl komst annars lítt áleiðis í kvöld og ljóst er að Stjörnumenn þurfa að fá meira framlag frá honum ætli liðið sér einhverja hluti í sumar. Sömu sögu er að segja af Halldóri Orra, Arnari Má Björgvinssyni og Jeppe en sá síðastnefndi hefur snöggkólnað í síðustu leikjum eftir góða byrjun á tímabilinu. Varnarleikur Stjörnunnar var í fínu lagi í kvöld en sóknin stirð og ómarkviss. Seinni hálfleikur var fremur tíðindalítill allt fram að marki Almarrs sem kom á 68. mínútu. Sören gerði þá vel í að koma sér í fyrirgjafastöðu vinstra megin við vítateiginn, sendi boltann á fjærstöngina þar sem Almarr var fyrstur til og skallaði boltann í netið. Þetta var fjórða mark Norðanmannsins í sumar. Tveimur mínútum síðar átti sér stað umdeilt atvik þegar Ólafur Karl tók boltann af Stefáni Loga sem var að dóla með hann í vítateignum. Í kjölfarið virtist markvörðurinn fella Ólaf Karl en Stjörnumönnum til mikillar bræði dæmdi Erlendur Eiríksson aukaspyrnu á Ólaf fyrir að sparka boltanum úr höndum Stefáns Loga. Umdeildur dómur en réttur af sjónvarpsupptökum að dæma. Dramatíkin var ekki búin en á 76. mínútu fékk Gunnar Stjörnumarkvörður að líta rauða spjaldið fyrir að handleika boltann utan teigs. Sveinn Sigurður Jóhannesson kom í markið í hans stað og hélt hreinu þann stundarfjórðung sem hann spilaði en Sveinn hefur ekki enn fengið á sig mark í Pepsi-deildinni. KR-ingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn til að bæta við marki en gerðu hins vegar vel í því að loka á Stjörnumenn sem voru afar bitlausir í kvöld. Varnarleikur KR-inga var sterkur með Skúla Jón Friðgeirsson sem besta mann og Íslandsmeistararnir voru í raun aldrei líklegir til að skora á lokakaflanum. 0-1 sigur KR staðreynd en liðið þurfti nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda í kvöld eftir rýra uppskeru í síðustu tveimur deildarleikjum. Stjörnumenn eru hins vegar í vandræðum; dottnir út úr bikarkeppninni og átta stigum frá toppnum í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum og ekki unnið leik í venjulegum leiktíma á heimavelli í sumar. Það, og svo margt annað, þarf að breytast ef Stjarnan ætlar að gera einhverjar rósir í sumar.Rúnar Páll: Líklega okkar besti leikur í sumar "Það er gríðarlega súrt að tapa þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir KR á Samsung-vellinum í kvöld. "Mér fannst við spila feykilega vel í kvöld og þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Það er sárt að fá ekkert út úr leiknum en við getum tekið helling með okkur í næsta leik." Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og átta stiga mun á milli Stjörnunnar og toppliðs FH segir Rúnar að Garðabæjarliðið sé ekki að fara að setja sér ný markmið í ljósi þess. "Ný markmið, nei, nei. Deildin er ekki einu sinni hálfnuð og það er nóg af leikjum eftir og fullt af stigum í pottinum. Við þurfum þess ekkert. "Við höfum trú á okkur þrátt fyrir að við séum í smá mótlæti núna," sagði Rúnar sem var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Erlendar Eiríkssonar, dómara leiksins, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan algjörlega glórulaus og það hallaði mikið á okkur. Ég skil ekki alveg hvað menn voru að gera hérna. Þetta var bara einn af þeim þáttum," sagði Rúnar og vísaði til atviksins þegar Ólafur Karl Finsen var dæmdur brotlegur eftir að hafa náð boltanum af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR. En hvað þurfa Stjörnumenn að laga fyrir næstu leiki, til að byrja að safna stigum á ný? "Við þurfum að halda þessum dampi. Mér fannst leikurinn í kvöld vera mikil bæting frá síðustu leikjum og við höldum ótrauðir áfram," sagði Rúnar að lokum.Bjarni: Erlendur er einn okkar besti dómari, ef ekki sá besti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var ánægður með vinnuframlag sinna manna í sigrinum á Stjörnunni í kvöld. "Þetta gekk nánast upp eins og við lögðum leikinn upp. Við færðum boltann vel og héldum honum vel," sagði Bjarni. "Við skoruðum gott mark og hefðum hugsanlega getað skorað 1-2 í viðbót. 1-0 sigur á þessum erfiða útivelli, á móti þessu feykilega sterka liði, eru frábær úrslit." Með sigrinum er KR búið að stimpla sig aftur inn í toppbaráttuna eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum en nú munar aðeins þremur stigum á KR og toppliði FH. "Þetta snýst um að safna stigum. Stjarnan er ekkert út úr dæminu og það á mikið eftir að gerast. Liðin eru að taka stig af hvert öðru, öfugt við það sem var í fyrra," sagði Bjarni sem var ánægður með varnaleik KR í kvöld. "Varnarleikur liðsins var góður. Pálmi Rafn (Pálmason) var t.a.m. frábær í varnarleiknum inni á miðjunni og aftasta línan stóð sig vel. Allt liðið varðist vel í kvöld. "Vinnuframlagið var gott og við þurfum alltaf að leggja inn ákveðna vinnu til að gæðin í liðinu skíni í gegn," sagði Bjarni sem var, öfugt við kollega sinn hjá Stjörnunni, ánægður með frammistöðu dómara leiksins, Erlendar Eiríkssonar, í kvöld. Bjarni sagði Erlend t.a.m. hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Ólaf Karl Finsen á 70. mínútu þegar framherjinn tók boltann af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR. "Erlendur var erfiðri aðstöðu en tók hárrétta ákvörðun. Ég get ekki séð að hann hafi klikkað á stórri ákvörðun í þessum leik, hvorki hann né aðstoðarmenn hans. Erlendur er einn af okkar bestu dómrunum, ef ekki sá besti. "Hann er yfirvegaður og rólegur og dæmir leikina sína yfirleitt vel. Mér fannst kvöldið í kvöld ekki vera undantekning frá því," sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR stimplaði sig af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla með 0-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sörens Fredriksen. Með sigrinum minnkaði KR forskot toppliðs FH niður í þrjú stig en vonir Stjörnumanna um að verja Íslandsmeistaratitilinn eru orðnar ansi veikar. Liðið er í 6. sæti með aðeins 12 stig, átta stigum á eftir FH. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Leikurinn var þó í miklu jafnvægi og hvorugt liðið var tilbúið að taka mikla áhættu. Strax á 5. mínútu fékk Pálmi Rafn Pálmason fínt færi en skot hans fór beint á Gunnar Nielsen sem var mættur aftur í mark Stjörnunnar eftir tveggja leikja fjarveru. Jacob Schoop bjó færið til fyrir Pálma en Daninn var mjög áberandi í fyrri hálfleik og var arkitektinn að flestum sóknum KR. Á 16. mínútu átti Óskar Örn Hauksson fast skot úr aukaspyrnu sem Gunnar sló út í teiginn. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn bjargaði sér hins vegar úr klípunni og kom í veg fyrir að KR næði forystunni. Eftir þessa öflugu byrjun KR komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Þeir ógnuðu marki KR þó ekki að neinu ráði fyrr en alveg undir lok hálfleiksins þegar Halldór Orri Björnsson komst í fínt skotfæri utarlega í teignum en Stefán Logi Magnússon varði í horn. Færið kom eftir vel útfærða skyndisókn Stjörnunnar. Ólafur Karl Finsen nýtti sér pláss sem hann fékk á miðjunni og færði boltann yfir til vinstri á Halldór Orra. Ólafur Karl spilaði fyrir aftan Jeppe Hansen í kvöld og í fyrri hálfleik komst hann 2-3 í góðar stöður milli miðju og varnar KR. Hann náði þó ekki að nýta sér það fyrr en í ofannefndu færi. Ólafur Karl komst annars lítt áleiðis í kvöld og ljóst er að Stjörnumenn þurfa að fá meira framlag frá honum ætli liðið sér einhverja hluti í sumar. Sömu sögu er að segja af Halldóri Orra, Arnari Má Björgvinssyni og Jeppe en sá síðastnefndi hefur snöggkólnað í síðustu leikjum eftir góða byrjun á tímabilinu. Varnarleikur Stjörnunnar var í fínu lagi í kvöld en sóknin stirð og ómarkviss. Seinni hálfleikur var fremur tíðindalítill allt fram að marki Almarrs sem kom á 68. mínútu. Sören gerði þá vel í að koma sér í fyrirgjafastöðu vinstra megin við vítateiginn, sendi boltann á fjærstöngina þar sem Almarr var fyrstur til og skallaði boltann í netið. Þetta var fjórða mark Norðanmannsins í sumar. Tveimur mínútum síðar átti sér stað umdeilt atvik þegar Ólafur Karl tók boltann af Stefáni Loga sem var að dóla með hann í vítateignum. Í kjölfarið virtist markvörðurinn fella Ólaf Karl en Stjörnumönnum til mikillar bræði dæmdi Erlendur Eiríksson aukaspyrnu á Ólaf fyrir að sparka boltanum úr höndum Stefáns Loga. Umdeildur dómur en réttur af sjónvarpsupptökum að dæma. Dramatíkin var ekki búin en á 76. mínútu fékk Gunnar Stjörnumarkvörður að líta rauða spjaldið fyrir að handleika boltann utan teigs. Sveinn Sigurður Jóhannesson kom í markið í hans stað og hélt hreinu þann stundarfjórðung sem hann spilaði en Sveinn hefur ekki enn fengið á sig mark í Pepsi-deildinni. KR-ingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn til að bæta við marki en gerðu hins vegar vel í því að loka á Stjörnumenn sem voru afar bitlausir í kvöld. Varnarleikur KR-inga var sterkur með Skúla Jón Friðgeirsson sem besta mann og Íslandsmeistararnir voru í raun aldrei líklegir til að skora á lokakaflanum. 0-1 sigur KR staðreynd en liðið þurfti nauðsynlega á öllum þremur stigunum að halda í kvöld eftir rýra uppskeru í síðustu tveimur deildarleikjum. Stjörnumenn eru hins vegar í vandræðum; dottnir út úr bikarkeppninni og átta stigum frá toppnum í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum og ekki unnið leik í venjulegum leiktíma á heimavelli í sumar. Það, og svo margt annað, þarf að breytast ef Stjarnan ætlar að gera einhverjar rósir í sumar.Rúnar Páll: Líklega okkar besti leikur í sumar "Það er gríðarlega súrt að tapa þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir KR á Samsung-vellinum í kvöld. "Mér fannst við spila feykilega vel í kvöld og þetta var líklega okkar besti leikur í sumar. Það er sárt að fá ekkert út úr leiknum en við getum tekið helling með okkur í næsta leik." Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og átta stiga mun á milli Stjörnunnar og toppliðs FH segir Rúnar að Garðabæjarliðið sé ekki að fara að setja sér ný markmið í ljósi þess. "Ný markmið, nei, nei. Deildin er ekki einu sinni hálfnuð og það er nóg af leikjum eftir og fullt af stigum í pottinum. Við þurfum þess ekkert. "Við höfum trú á okkur þrátt fyrir að við séum í smá mótlæti núna," sagði Rúnar sem var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Erlendar Eiríkssonar, dómara leiksins, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan algjörlega glórulaus og það hallaði mikið á okkur. Ég skil ekki alveg hvað menn voru að gera hérna. Þetta var bara einn af þeim þáttum," sagði Rúnar og vísaði til atviksins þegar Ólafur Karl Finsen var dæmdur brotlegur eftir að hafa náð boltanum af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR. En hvað þurfa Stjörnumenn að laga fyrir næstu leiki, til að byrja að safna stigum á ný? "Við þurfum að halda þessum dampi. Mér fannst leikurinn í kvöld vera mikil bæting frá síðustu leikjum og við höldum ótrauðir áfram," sagði Rúnar að lokum.Bjarni: Erlendur er einn okkar besti dómari, ef ekki sá besti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var ánægður með vinnuframlag sinna manna í sigrinum á Stjörnunni í kvöld. "Þetta gekk nánast upp eins og við lögðum leikinn upp. Við færðum boltann vel og héldum honum vel," sagði Bjarni. "Við skoruðum gott mark og hefðum hugsanlega getað skorað 1-2 í viðbót. 1-0 sigur á þessum erfiða útivelli, á móti þessu feykilega sterka liði, eru frábær úrslit." Með sigrinum er KR búið að stimpla sig aftur inn í toppbaráttuna eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum en nú munar aðeins þremur stigum á KR og toppliði FH. "Þetta snýst um að safna stigum. Stjarnan er ekkert út úr dæminu og það á mikið eftir að gerast. Liðin eru að taka stig af hvert öðru, öfugt við það sem var í fyrra," sagði Bjarni sem var ánægður með varnaleik KR í kvöld. "Varnarleikur liðsins var góður. Pálmi Rafn (Pálmason) var t.a.m. frábær í varnarleiknum inni á miðjunni og aftasta línan stóð sig vel. Allt liðið varðist vel í kvöld. "Vinnuframlagið var gott og við þurfum alltaf að leggja inn ákveðna vinnu til að gæðin í liðinu skíni í gegn," sagði Bjarni sem var, öfugt við kollega sinn hjá Stjörnunni, ánægður með frammistöðu dómara leiksins, Erlendar Eiríkssonar, í kvöld. Bjarni sagði Erlend t.a.m. hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Ólaf Karl Finsen á 70. mínútu þegar framherjinn tók boltann af Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR. "Erlendur var erfiðri aðstöðu en tók hárrétta ákvörðun. Ég get ekki séð að hann hafi klikkað á stórri ákvörðun í þessum leik, hvorki hann né aðstoðarmenn hans. Erlendur er einn af okkar bestu dómrunum, ef ekki sá besti. "Hann er yfirvegaður og rólegur og dæmir leikina sína yfirleitt vel. Mér fannst kvöldið í kvöld ekki vera undantekning frá því," sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira