Baltasar um stofnanda Deildu: „Hann stal frá mér Djúpinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2015 23:26 "Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er 'scum of the earth' fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu,“ segir Baltasar um þann sem heldur úti Deildu.is. Vísir/Getty Baltasar Kormákur telur að háværir bloggarar hér á landi geri það meðal annars að verkum að íslenskir stjórnmálamenn séu hræddir að standa í lappirnar í umræðu um höfundarrétt á listum. Umræða um komu Netflix til landsins undanfarna mánuði hefur verið nokkuð hávær auk þess sem Píratar, vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýlegum könnunum, hafa endurtekið minnt á að leiðin til að verja höfundarétt sé ekki að loka síðum á borð við PirateBay og Deildu. Tilgangslaust sé að berjast gegn ólöglegu niðurhali með þeim hætti. „Mér finnst þetta leiðinleg þróun,“ sagði Baltasar í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Hann segist ekki telja Pírata geta staðið við yfirlýsingar sínar sem snúi að höfundarétti.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmPíratarnir hálfvolgir „Mér finnst þeir vera hálfvolgir í þeirri umræðu,“ segir leikstjórinn og minntist á umræðuna um að fá Netflix hingað til landsins. „Farðu á Netflix. Woody Allen hefur gert áttatíu bíómyndir. Ég held að það sé ein eftir hann þar,“ segir Baltasar og gefur þannig til kynna að það sé langt í frá þannig að hægt sé að finna allt sem mann langi í á Netflix. „Þetta er ákveðin frekja. Ef það er komið á markað vil ég fá það og helst borga ekki neitt.“Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.Vísir/AFPHeitir bloggarar hræða stjórnmálamennina Leikstjórinn, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur samhliða mikilli velgengni nýjustu kvikmyndar sinnar Everest, segir að umræðan um þetta sé rosalega óvinsæl. „Þeir sem eru heitastir í þessu eru bloggararnir. Mér finnst stjórnmálamenn vera hræddir við þetta.“ Baltasar hefur áhyggjur af því ef þessi háværa skoðun fái að ráða ríkjum. „Það er ekki í neinu lagalegu umhverfi þar sem það er ásættanlegt að höfundarétti sé stolið og misnotaður.“Djúpið eftir Baltasar kom út árið 2012.Leggst svo lágt að selja auglýsingar Hann minnir á að plötuútgáfa sé enn verr stödd en kvikmyndabransinn. Hann hefur áhyggjur hvað hreinlega verði um plötugútgáfu. Hann gefur ekki mikið fyrir niðurhalssíðuna Deildu.is.„Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er ‘scum of the earth’ fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu. Þetta er svo lágt því viðkomandi er að selja auglýsingar á þetta. Hann hefur tekjur af þessu og þykist vera að gera þetta í skjóli einhvers frelsis, sem er ekki. Menn vita hver þessi náungi er og hans skuldadagar munu koma.“ Baltasar segir að þetta sé síst andstyggilegt gagnvart sér en miklu frekar hjá kollegum hans sem berjist í bökkum. „Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Svo kemur einhver ‘low-life’ karakter og stelur þessu og setur inn á netið. Til að fólk geti horft á íslenskar bíómyndir ókeypis. Þú getur horft á þær ókeypis á RÚV ef þú bíður í smá stund. Maður biðlar til íslensku þjóðarinnar að láta þetta í friði.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00 Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Baltasar Kormákur telur að háværir bloggarar hér á landi geri það meðal annars að verkum að íslenskir stjórnmálamenn séu hræddir að standa í lappirnar í umræðu um höfundarrétt á listum. Umræða um komu Netflix til landsins undanfarna mánuði hefur verið nokkuð hávær auk þess sem Píratar, vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýlegum könnunum, hafa endurtekið minnt á að leiðin til að verja höfundarétt sé ekki að loka síðum á borð við PirateBay og Deildu. Tilgangslaust sé að berjast gegn ólöglegu niðurhali með þeim hætti. „Mér finnst þetta leiðinleg þróun,“ sagði Baltasar í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í dag. Hann segist ekki telja Pírata geta staðið við yfirlýsingar sínar sem snúi að höfundarétti.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.vísir/vilhelmPíratarnir hálfvolgir „Mér finnst þeir vera hálfvolgir í þeirri umræðu,“ segir leikstjórinn og minntist á umræðuna um að fá Netflix hingað til landsins. „Farðu á Netflix. Woody Allen hefur gert áttatíu bíómyndir. Ég held að það sé ein eftir hann þar,“ segir Baltasar og gefur þannig til kynna að það sé langt í frá þannig að hægt sé að finna allt sem mann langi í á Netflix. „Þetta er ákveðin frekja. Ef það er komið á markað vil ég fá það og helst borga ekki neitt.“Everest, nýjasta furð Baltasars, er búin að hala inn á annað hundrað milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu.Vísir/AFPHeitir bloggarar hræða stjórnmálamennina Leikstjórinn, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur samhliða mikilli velgengni nýjustu kvikmyndar sinnar Everest, segir að umræðan um þetta sé rosalega óvinsæl. „Þeir sem eru heitastir í þessu eru bloggararnir. Mér finnst stjórnmálamenn vera hræddir við þetta.“ Baltasar hefur áhyggjur af því ef þessi háværa skoðun fái að ráða ríkjum. „Það er ekki í neinu lagalegu umhverfi þar sem það er ásættanlegt að höfundarétti sé stolið og misnotaður.“Djúpið eftir Baltasar kom út árið 2012.Leggst svo lágt að selja auglýsingar Hann minnir á að plötuútgáfa sé enn verr stödd en kvikmyndabransinn. Hann hefur áhyggjur hvað hreinlega verði um plötugútgáfu. Hann gefur ekki mikið fyrir niðurhalssíðuna Deildu.is.„Það er andstyggilegt fyrirbæri og sá maður sem stendur fyrir því er ‘scum of the earth’ fyrir mér. Hann stal frá mér Djúpinu. Þetta er svo lágt því viðkomandi er að selja auglýsingar á þetta. Hann hefur tekjur af þessu og þykist vera að gera þetta í skjóli einhvers frelsis, sem er ekki. Menn vita hver þessi náungi er og hans skuldadagar munu koma.“ Baltasar segir að þetta sé síst andstyggilegt gagnvart sér en miklu frekar hjá kollegum hans sem berjist í bökkum. „Það eru rosalega takmarkaðar tekjur af íslenskum kvikmyndum. Svo kemur einhver ‘low-life’ karakter og stelur þessu og setur inn á netið. Til að fólk geti horft á íslenskar bíómyndir ókeypis. Þú getur horft á þær ókeypis á RÚV ef þú bíður í smá stund. Maður biðlar til íslensku þjóðarinnar að láta þetta í friði.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00 Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund manns hafa séð Everest á Íslandi Everest er nú orðin tekjuhæsta mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. 9. október 2015 12:00
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00
Setti myndir af barnsmóður sinni í kynferðislegum stellingum á Deildu Er einnig grunaður um að hafa kveikt í rúmi í íbúð á Selfossi. 9. október 2015 14:30