Bandaríkjamenn tryggðu sér Forsetabikarinn eftir mikla spennu á lokahringnum Kári Örn Hinriksson skrifar 11. október 2015 13:00 Haas feðgarnir höfðu ríka ástæðu til þess að brosa. Getty Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira