Ólafía Þórunn komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina Kristinn Páll TEitsson skrifar 11. október 2015 06:00 Ólafía Þórunn. Vísir/DAníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, endaði í 14. sæti á stigalistanum á LETAS-mótaröðinni í golfi og fékk fyrir vikið þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina. LETAS-mótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu en 20 efstu kylfingarnir í lok hvers tímabils fá þátttökurétt á úrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Ólafía lenti í 10-14. sæti á lokamótinu og tryggði sér með því þátttökurétt á mótinu en þetta var fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sem lenti í 8. sæti á lokamótinu á Englandi í gær endaði tímabilið í 23. sæti á stigalistanum. Kom fram á golf.is í gær að allar líkur eru á því að hún fái þátttökurétt á lokaúrtökumótinu þar sem fjórir af efstu 20 kylfingunum höfðu þegar tryggt sér sæti á lokaúrtökumótinu. Verða því að öllum líkindum tveir íslenskir kylfingar sem taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina en aðeins einum íslenskum kylfingi hefur tekist að tryggja sér keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttir úr Keili árið 2004. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, endaði í 14. sæti á stigalistanum á LETAS-mótaröðinni í golfi og fékk fyrir vikið þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina. LETAS-mótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu en 20 efstu kylfingarnir í lok hvers tímabils fá þátttökurétt á úrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu. Ólafía lenti í 10-14. sæti á lokamótinu og tryggði sér með því þátttökurétt á mótinu en þetta var fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sem lenti í 8. sæti á lokamótinu á Englandi í gær endaði tímabilið í 23. sæti á stigalistanum. Kom fram á golf.is í gær að allar líkur eru á því að hún fái þátttökurétt á lokaúrtökumótinu þar sem fjórir af efstu 20 kylfingunum höfðu þegar tryggt sér sæti á lokaúrtökumótinu. Verða því að öllum líkindum tveir íslenskir kylfingar sem taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina en aðeins einum íslenskum kylfingi hefur tekist að tryggja sér keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttir úr Keili árið 2004.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34 Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00 Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti. 9. október 2015 12:34
Ólafía og Valdís meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL , eru meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar sem fer fram í Englandi í dag. 10. október 2015 11:00
Valdís lauk leik í 8. sæti í Englandi Valdís náði 8. sæti á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í dag en hún lék á köflum frábært golf í dag. 10. október 2015 16:30