Grípa til varna fyrir Illuga Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2015 13:34 Þau Ásthildur Sturludóttir, Elliði Vignisson, Brynjar Níelsson og Hildur Sverrisdóttir hafa öll gripið til varna fyrir Illuga Gunnarsson vegna Orku Energy-málsins. Vísir Öll spjót hafa staðið að Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna Orku Energy-málsins og nú hafa nokkrir af félögum hans í Sjálfstæðisflokknum stigið fram og varið hann. Þeirra á meðal eru Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Illugi svaraði síðast fyrir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist ekki eiga von á að umræðunni um þetta mál linni og sagðist vera með hreina samvisku.Sjá einnig: „Geri mér ekki endilega vonir um að það linni öllum árásum í þessu máli“Segir umræðuna á lágu plani Ásthildur Sturludóttir deildi viðtalinu við Illuga í Bítinu á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði nóg komið af Orku Energy-málinu. „Það virðist vera lenska fjölmiðla að reyna með reglulegu millibili að afhausa stjórnmálamenn,“ segir Ásthildur. Hún segist þekkja það af eigin reynslu þegar faðir hennar, Sturla Böðvarsson, var í stjórmálum. „Þegar fjölmiðlar reyndu ótrúlegustu hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Ásthildur segir umræðuna um Illuga ekki sanngjarna og á lágu plani. „Illugi er einn af mínum kærustu vinum og ég þekki hann nógu vel til þess til að vita að hann er heiðarlegur og sannur og vill gera sitt allra besta í sínum störfum. Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“Það er nóg komið af þessu máli. Það virðist vera lenska fjölmiðla að reyna með reglulegu millibili að afhausa stjórnmá...Posted by Ásthildur Sturludóttir on Tuesday, October 13, 2015Virðist eiga að geyma Illuga í skammarkróknum Hildur Sverrisdóttir grípur til varna fyrir Illuga eftir að hafa lesið grein rithöfundarins Guðmundra Andra Thors sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Hildur bendir á að þó svo að Illugi hafi viðurkennt að hafa gert mistök með því að koma ekki fyrr með útskýringar umfram þær sem honum bar skylda til samkvæmt upplýsingaskyldu þringmanna og að enginn maður geti bent á hvað hann hafi gert ólöglegt, þá virðist eiga að hafa hann í skammarkróknum og draga þar inn alls konar aðra þætti á mismálefnalegan hátt. „Mér finnst Guðmundur Andri falla í þá gryfju.“ Hidlur segir umræðuna um Orku Energy-málið hafa farið langt út fyrir öll skynsemismörk. „Meira að segja fréttastofa RÚV, sem alla jafna er sú grandvarasta, þurfti að biðjast afsökunar á að hafa birt sem fullyrðingu óstaðfestan róg. Þá erum við í einhverri skrýtinni stemningu komin of langt og staðreyndirnar farnar að víkja fyrir einhverju sem ég satt best að segja kann ekki að nefna en hef smá áhyggjur af.“Ég las þessa grein í flensumóki í morgun og því meira sem ég hugsaði um hana þeim mun meira hugsi varð ég. Heilsu minnar...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Monday, October 12, 2015Bendir á aðra ráðherra Elliði Vignisson bendir á að Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson sem öll hefðu verið vistödd undirritun samninga tengdum Orku Energy, líkt og Illugi Gunnarsson.Elliði segir á heimasíðu sinni að svo virðist vera sem staðreyndir málsins skipti orðið litlu þar sem Illugi hefði farið langt út fyrir upplýsingaskyldu sína í þessu máli með því að opinbera launaseðla frá Orku Energy. „Sjálfur hefði ég ekki bara gert það sama og Illugi gerði, ég hefði gengið langtum lengra í þessa röngu átt. Ég hefði skaðað mig enn meira í þeirri viðleitni að vernda einkalífið.“ Hann segir málið hafa skaðað Illuga en umræða um afsögn hans sem ráðherra sé ekki í takt við neinn veruleika.Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt um þetta mál, en...ég stenst ekki mátið. Posted by Elliði Vignisson on Monday, October 12, 2015Hefði mátt svara fyrr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við morgunútvarp Rásar 2 í gær að þetta mál hefði veikt Illuga en sé þó ekki þannig vaxið að það geti leitt til afsagnar hans sem ráðherra. „Staða hans er einfaldlega þannig að hann hefur svarað ágætlega fyrir sín mál á síðustu dögum. Hann hefði vissulega mátt svara því fyrr. Það er bara sá hinn sári veruleiki sem við stöndum oft frammi fyrir stjórnmálamenn að við grípum kannski seint til svara. Við erum stundum seinþreyttir til vandræða en þetta er einfaldlega þannig vaxið mál að hann hefði betur komið fram með þessi svör fyrr,“ sagði Kristján við RÚV.„Sitt sýnist hverjum“ Brynjar Níelsson bendir á að þeir sömu sem setja út á Illuga sjái hins vegar ekkert varhugavert við það að stjórn borgarinnar gefi Pétri og Páli verðmætar lóðir. „Einhverjir gætu með góðum rökum sagt þetta vera pólitíska spillingu af verstu gerð. Hvað sem því líður getum við allavega verið sammála um að „spilling“ ráðherrans geti komið landi og þjóð vel en „spilling“ ráðamanna í borginni er bara til tjóns.“Ólöf tekur skýringar Illuga gildar Þá var Ólöf Nordal innanríkisráðherra spurð út í málefni Illuga í Harmageddon í Íslandi í dag í gær þar sem hún ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Nefnt var að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði sagt af sér sem innanríkisráðherra og að þær raddir hefðu heyrst að Illugi ætti að segja af sér. Hún sagði Illuga hafa gert grein fyrir sínum málum í fréttum. „Ég veit ekki betur en að hann hafi afhent sinn launaseðil í beinni útsendingu á þessari stöð. Ég spyr samt að því að á einhverjum tímapunkti hlýtur það að vera þannig að þeir sem eru í stjórnmálum hafi líka, þeir þurfa í fyrsta lagi að fara eftir reglum og gera allt rétt, en menn hafi líka sama frið til að hafa sín prívat mál í lagi. Ég er ekki á því að við eigum öll að fara að opna okkar heimilisbókhald.“ Frosti Logason spurði Ólöfu hvort henni þætti skýringar Illuga trúverðugar. „Hver fær fyrirframgreidd þrjár milljónir laun?“ spurði Frosti og sagðist Ólöf ekki vita neitt meira um þetta mál en þáttastjórnendur. „Ég tek bara hans skýringar gildar í þessu máli. “ Tengdar fréttir Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Öll spjót hafa staðið að Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna Orku Energy-málsins og nú hafa nokkrir af félögum hans í Sjálfstæðisflokknum stigið fram og varið hann. Þeirra á meðal eru Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Illugi svaraði síðast fyrir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist ekki eiga von á að umræðunni um þetta mál linni og sagðist vera með hreina samvisku.Sjá einnig: „Geri mér ekki endilega vonir um að það linni öllum árásum í þessu máli“Segir umræðuna á lágu plani Ásthildur Sturludóttir deildi viðtalinu við Illuga í Bítinu á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði nóg komið af Orku Energy-málinu. „Það virðist vera lenska fjölmiðla að reyna með reglulegu millibili að afhausa stjórnmálamenn,“ segir Ásthildur. Hún segist þekkja það af eigin reynslu þegar faðir hennar, Sturla Böðvarsson, var í stjórmálum. „Þegar fjölmiðlar reyndu ótrúlegustu hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Ásthildur segir umræðuna um Illuga ekki sanngjarna og á lágu plani. „Illugi er einn af mínum kærustu vinum og ég þekki hann nógu vel til þess til að vita að hann er heiðarlegur og sannur og vill gera sitt allra besta í sínum störfum. Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“Það er nóg komið af þessu máli. Það virðist vera lenska fjölmiðla að reyna með reglulegu millibili að afhausa stjórnmá...Posted by Ásthildur Sturludóttir on Tuesday, October 13, 2015Virðist eiga að geyma Illuga í skammarkróknum Hildur Sverrisdóttir grípur til varna fyrir Illuga eftir að hafa lesið grein rithöfundarins Guðmundra Andra Thors sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Hildur bendir á að þó svo að Illugi hafi viðurkennt að hafa gert mistök með því að koma ekki fyrr með útskýringar umfram þær sem honum bar skylda til samkvæmt upplýsingaskyldu þringmanna og að enginn maður geti bent á hvað hann hafi gert ólöglegt, þá virðist eiga að hafa hann í skammarkróknum og draga þar inn alls konar aðra þætti á mismálefnalegan hátt. „Mér finnst Guðmundur Andri falla í þá gryfju.“ Hidlur segir umræðuna um Orku Energy-málið hafa farið langt út fyrir öll skynsemismörk. „Meira að segja fréttastofa RÚV, sem alla jafna er sú grandvarasta, þurfti að biðjast afsökunar á að hafa birt sem fullyrðingu óstaðfestan róg. Þá erum við í einhverri skrýtinni stemningu komin of langt og staðreyndirnar farnar að víkja fyrir einhverju sem ég satt best að segja kann ekki að nefna en hef smá áhyggjur af.“Ég las þessa grein í flensumóki í morgun og því meira sem ég hugsaði um hana þeim mun meira hugsi varð ég. Heilsu minnar...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Monday, October 12, 2015Bendir á aðra ráðherra Elliði Vignisson bendir á að Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson sem öll hefðu verið vistödd undirritun samninga tengdum Orku Energy, líkt og Illugi Gunnarsson.Elliði segir á heimasíðu sinni að svo virðist vera sem staðreyndir málsins skipti orðið litlu þar sem Illugi hefði farið langt út fyrir upplýsingaskyldu sína í þessu máli með því að opinbera launaseðla frá Orku Energy. „Sjálfur hefði ég ekki bara gert það sama og Illugi gerði, ég hefði gengið langtum lengra í þessa röngu átt. Ég hefði skaðað mig enn meira í þeirri viðleitni að vernda einkalífið.“ Hann segir málið hafa skaðað Illuga en umræða um afsögn hans sem ráðherra sé ekki í takt við neinn veruleika.Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt um þetta mál, en...ég stenst ekki mátið. Posted by Elliði Vignisson on Monday, October 12, 2015Hefði mátt svara fyrr Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við morgunútvarp Rásar 2 í gær að þetta mál hefði veikt Illuga en sé þó ekki þannig vaxið að það geti leitt til afsagnar hans sem ráðherra. „Staða hans er einfaldlega þannig að hann hefur svarað ágætlega fyrir sín mál á síðustu dögum. Hann hefði vissulega mátt svara því fyrr. Það er bara sá hinn sári veruleiki sem við stöndum oft frammi fyrir stjórnmálamenn að við grípum kannski seint til svara. Við erum stundum seinþreyttir til vandræða en þetta er einfaldlega þannig vaxið mál að hann hefði betur komið fram með þessi svör fyrr,“ sagði Kristján við RÚV.„Sitt sýnist hverjum“ Brynjar Níelsson bendir á að þeir sömu sem setja út á Illuga sjái hins vegar ekkert varhugavert við það að stjórn borgarinnar gefi Pétri og Páli verðmætar lóðir. „Einhverjir gætu með góðum rökum sagt þetta vera pólitíska spillingu af verstu gerð. Hvað sem því líður getum við allavega verið sammála um að „spilling“ ráðherrans geti komið landi og þjóð vel en „spilling“ ráðamanna í borginni er bara til tjóns.“Ólöf tekur skýringar Illuga gildar Þá var Ólöf Nordal innanríkisráðherra spurð út í málefni Illuga í Harmageddon í Íslandi í dag í gær þar sem hún ræddi stöðu Sjálfstæðisflokksins. Nefnt var að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði sagt af sér sem innanríkisráðherra og að þær raddir hefðu heyrst að Illugi ætti að segja af sér. Hún sagði Illuga hafa gert grein fyrir sínum málum í fréttum. „Ég veit ekki betur en að hann hafi afhent sinn launaseðil í beinni útsendingu á þessari stöð. Ég spyr samt að því að á einhverjum tímapunkti hlýtur það að vera þannig að þeir sem eru í stjórnmálum hafi líka, þeir þurfa í fyrsta lagi að fara eftir reglum og gera allt rétt, en menn hafi líka sama frið til að hafa sín prívat mál í lagi. Ég er ekki á því að við eigum öll að fara að opna okkar heimilisbókhald.“ Frosti Logason spurði Ólöfu hvort henni þætti skýringar Illuga trúverðugar. „Hver fær fyrirframgreidd þrjár milljónir laun?“ spurði Frosti og sagðist Ólöf ekki vita neitt meira um þetta mál en þáttastjórnendur. „Ég tek bara hans skýringar gildar í þessu máli. “
Tengdar fréttir Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36