Starfslokasamningar tryggja toppana en launafólk sett út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 13:03 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Fleiri fréttir Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Sjá meira