Lífið

Vigdís með armband UN Women

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vigdís Finnbogadóttir með armbandið góða.
Vigdís Finnbogadóttir með armbandið góða.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, skartar nú armbandi UN Women með áletruninni Fokk ofbeldi.

Armbandið er hluti af herferð UN Women gegn ofbeldi gegn konum og hefur verið til sölu síðustu vikur. Sölu armbandanna lýkur núna á föstudaginn en þau má nálgast í Lyfju, Lágmúla og Lyfju, Laugarvegi.

Ágóði armbandanna rennur í Styrktarsjóð SÞ til afnáms ofbeldis gegn konum.  Sjóðurinn styrkir um 80 verkefni í  70 löndum um þessar mundir og hefur bein áhrif á líf þriggja milljóna manna. Það er ósk UN Women á Íslandi að armbandið fái fólk til að tala um ofbeldi gegn konum því með aukinni vitunda eiga breytingar sér stað.


Tengdar fréttir

Fokk ofbeldi!

Milljarður, vonandi, reis saman og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi í gær. Víðs vegar um heiminn í yfir 200 löndum boðuðu UN Women, samtök Sameinuðu þjóðanna sem vinna eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim, til byltingar. Dansað var fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar.

Milljarður rís í Hörpu

Öllum landsmönnum er boðið að dansa gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×