Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason var í dag sýknaður af ákæru um fjárdrátt. Vísir/GVA Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni segir að það sæti furðu að engin gögn séu til frá Kaupþingi í Lúxemborg varðandi tæplega 3 milljarða króna millifærslu sem á að hafa farið af reikningi FL Group til Fons þann 25. apríl 2005. Það er í raun þetta sem ræður úrslitum um sýknu Hannesar af ákæru um fjárdrátt en ekki framburður hans eða vitna og skýringar þeirra fyrir dómi sem voru ekki allar trúverðugar, að því er segir í dómnum. Að auki kemur fram að einstaklingar sem störfuðu fyrir Kaupþing í Lúxemborg, og báru vitni fyrir dómi, gátu í engu upplýst hvers vegna engin gögn séu til um millifærsluna. „Þá benda sum gögn frá bankanum, eins og svör endurskoðanda FL Group [..] til þess, að engin millifærsla til Fons hafi átt sér stað og féð á bankareikningi nr. 401301 hafi allan tímann verið FL Group aðgengilegt. Allt þetta sætir nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallann vegna algjörs skort á gögnum frá KBL um millifærsluna til Fons auk þess sem enginn vitnisburður skýrir hana [...].“ Dómurinn telur því með öllu ósannað að Hannes hafi látið millifæra 2,87 milljarða af reikningi FL Group í apríl 2005. Hann var því sýknaður af ákærunni. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að leggja til við ríkissaksóknara að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir Finnur Vilhjálmsson, saksóknari sem sótti málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, aðspurður um viðbrögð sín við dómnum. Farið var fram á allt að þriggja ára fangelsi yfir Hannesi. Allur málskostnaður dæmist á ríkissjóð, alls um 13,5 milljónir króna. Þar af fara tæpar 10 milljónir í málsvarnarlaun Gísla Guðna Hall, verjanda Hannesar Smárasonar. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni segir að það sæti furðu að engin gögn séu til frá Kaupþingi í Lúxemborg varðandi tæplega 3 milljarða króna millifærslu sem á að hafa farið af reikningi FL Group til Fons þann 25. apríl 2005. Það er í raun þetta sem ræður úrslitum um sýknu Hannesar af ákæru um fjárdrátt en ekki framburður hans eða vitna og skýringar þeirra fyrir dómi sem voru ekki allar trúverðugar, að því er segir í dómnum. Að auki kemur fram að einstaklingar sem störfuðu fyrir Kaupþing í Lúxemborg, og báru vitni fyrir dómi, gátu í engu upplýst hvers vegna engin gögn séu til um millifærsluna. „Þá benda sum gögn frá bankanum, eins og svör endurskoðanda FL Group [..] til þess, að engin millifærsla til Fons hafi átt sér stað og féð á bankareikningi nr. 401301 hafi allan tímann verið FL Group aðgengilegt. Allt þetta sætir nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallann vegna algjörs skort á gögnum frá KBL um millifærsluna til Fons auk þess sem enginn vitnisburður skýrir hana [...].“ Dómurinn telur því með öllu ósannað að Hannes hafi látið millifæra 2,87 milljarða af reikningi FL Group í apríl 2005. Hann var því sýknaður af ákærunni. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að leggja til við ríkissaksóknara að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir Finnur Vilhjálmsson, saksóknari sem sótti málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, aðspurður um viðbrögð sín við dómnum. Farið var fram á allt að þriggja ára fangelsi yfir Hannesi. Allur málskostnaður dæmist á ríkissjóð, alls um 13,5 milljónir króna. Þar af fara tæpar 10 milljónir í málsvarnarlaun Gísla Guðna Hall, verjanda Hannesar Smárasonar.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16 Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24
Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Munnlegur málflutningur í máli sérstaks saksóknara gegn Hannes Smárasyni hófst í dag. 29. janúar 2015 12:16
Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Vitnaleiðslum í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni lauk í dag. 28. janúar 2015 18:31