Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 15:14 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar þeir kynntu leiðréttinguna. vísir/gva Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“ Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“
Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39
Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30
Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00