Erlent

Ríkissaksóknari Egyptalands fórst í sprengjutilræði

Atli Ísleifsson skrifar
Hisham Barakat hefur sótt þúsundir íslamista til saka eftir að forsetinn Mohammed Morsi var hrakinn frá völdum árið 2013.
Hisham Barakat hefur sótt þúsundir íslamista til saka eftir að forsetinn Mohammed Morsi var hrakinn frá völdum árið 2013. Vísir/AFP
Ríkissaksóknari Egyptalands, Hisham Barakat, fórst í sprengjutilræði á bíl hans í höfuðborginni Kaíró í morgun.

Í frétt BBC segir að Barakat hafi látist á sjúkrahúsi af völdum sára sem hann hlaut í árásinni sem varð í úthverfinu Heliopolis. Átta til viðbótar særðust í árásinni.

Barakat hefur sótt þúsundir íslamista til saka eftir að forsetinn Mohammed Morsi var hrakinn frá völdum árið 2013.

Fleiri hundruð liðsmanna Bræðralags múslíma hafa ýmist verið dæmdir til dauða eða í lífstíðarfangelsi síðustu misserin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×