300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 10:57 300 störf verða flutt úr landi. vísir 300 störf hjá Actavis munu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna enda hafi framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar komi að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Fréttatilkynning Actavis í heild sinni Actavis endurskipuleggur starfsemi sína á Íslandi -Framleiðsla lyfjaverksmiðjunnar verður flutt frá Íslandi til framleiðslueininga erlendis árið 2017 -Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt Actavis tilkynnti í dag að ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðjunnar á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Þetta er gert í hagræðingarskyni og er liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni á næstunni og mun þessi ákvörðun ekki hafa áhrif á störf hjá framleiðslueiningunni að svo stöddu en fyrstu breytinga fer að gæta í árslok 2016 þegar fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt en hérlendis er fjölbreytt alþjóðleg starfsemi, m.a. á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsvið sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegt gæðasvið og fjármálasvið, auk sölu- og markaðssviðs sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Um það bil 300 starfsmenn eru hjá framleiðslueiningunni á Íslandi en um það bil 400 starfsmenn í öðrum einingum fyrirtækisins hér á landi. Actavis hefur farið í gegnum margvíslegar breytingar á undanförnum árum með yfirtökum og samrunum innan lyfjageirans. Eftir nýlegan samruna við bandaríska frumlyfjafyrirtækið Allergan hefur fyrirtækið breyst frá því að vera öflugt samheitalyfjafyrirtæki í leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki sem sinnir jöfnum höndum þróun, framleiðslu og markaðssetningu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Í dag er fyrirtækið orðið eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, með starfsemi í 100 löndum og yfir 30.000 starfsmenn. Að undanförnu hefur verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi samstæðunnar víða um heim til þess að hámarka nýtingu á framleiðslugetu samstæðunnar. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur samstæðunnar hafa svigrúm til að taka við þeim vörum sem framleiddar eru á Íslandi. Með viðbótarnýtingu tækja og mannafla, hagstæðu rekstrarumhverfi og auknu framleiðslumagni eykst hagræðing til muna. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar segir: „Ég vil taka sérstaklega fram að þessi ákvörðun endurspeglar ekki frammistöðu starfsmanna enda hefur framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar kemur að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Um samstæðunaMóðurfélag Actavis, sem tók nýlega upp nafnið Allergan plc (NYSE: AGN), er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Fyrirtækið er í dag eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi með starfsemi í 100 löndum, um 30 þúsund starfsmenn, 40 verksmiðjur víða um heim og öfluga rannsóknar- og þróunargetu. Áætlaðar tekjur félagsins fyrir árið 2015 eru um 23 milljarðar dala. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar í New Jersey í Bandaríkjunum. Félagið er skráð undir merkjum Allergan í kauphöllinni í New York. Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
300 störf hjá Actavis munu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna enda hafi framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar komi að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Fréttatilkynning Actavis í heild sinni Actavis endurskipuleggur starfsemi sína á Íslandi -Framleiðsla lyfjaverksmiðjunnar verður flutt frá Íslandi til framleiðslueininga erlendis árið 2017 -Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt Actavis tilkynnti í dag að ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðjunnar á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Þetta er gert í hagræðingarskyni og er liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni á næstunni og mun þessi ákvörðun ekki hafa áhrif á störf hjá framleiðslueiningunni að svo stöddu en fyrstu breytinga fer að gæta í árslok 2016 þegar fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017. Önnur starfsemi á Íslandi verður óbreytt en hérlendis er fjölbreytt alþjóðleg starfsemi, m.a. á sviði lyfjaþróunar fyrir alþjóðamarkaði, skráningarsvið sem ber ábyrgð á skráningum og viðhaldi markaðsleyfa út um allan heim, alþjóðlegt gæðasvið og fjármálasvið, auk sölu- og markaðssviðs sem sinnir Íslandsmarkaði, sem og ýmis stoðsvið. Þá eru hér á landi höfuðstöðvar Medis, dótturfélags fyrirtækisins, sem selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Um það bil 300 starfsmenn eru hjá framleiðslueiningunni á Íslandi en um það bil 400 starfsmenn í öðrum einingum fyrirtækisins hér á landi. Actavis hefur farið í gegnum margvíslegar breytingar á undanförnum árum með yfirtökum og samrunum innan lyfjageirans. Eftir nýlegan samruna við bandaríska frumlyfjafyrirtækið Allergan hefur fyrirtækið breyst frá því að vera öflugt samheitalyfjafyrirtæki í leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki sem sinnir jöfnum höndum þróun, framleiðslu og markaðssetningu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Í dag er fyrirtækið orðið eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, með starfsemi í 100 löndum og yfir 30.000 starfsmenn. Að undanförnu hefur verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi samstæðunnar víða um heim til þess að hámarka nýtingu á framleiðslugetu samstæðunnar. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur samstæðunnar hafa svigrúm til að taka við þeim vörum sem framleiddar eru á Íslandi. Með viðbótarnýtingu tækja og mannafla, hagstæðu rekstrarumhverfi og auknu framleiðslumagni eykst hagræðing til muna. Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar segir: „Ég vil taka sérstaklega fram að þessi ákvörðun endurspeglar ekki frammistöðu starfsmanna enda hefur framleiðslueiningin á Íslandi skilað framúrskarandi árangri undanfarin ár og verið til fyrirmyndar þegar kemur að gæðastjórnun, öryggismálum og þjónustu við viðskiptavini. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við starfsfólk okkar til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Við munum veita stuðning, bjóða upp á þjálfun og umbuna starfsfólkinu sérstaklega fyrir að vinna með okkur í gegnum þessar breytingar. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ekki að fara frá Íslandi – við munum halda áfram að byggja upp þær öflugu einingar sem hér starfa svo sem á sviði þróunar, skráninga, gæðamála, fjármála og sölu- og markaðsmála. Þá verða höfuðstöðvar Medis áfram hér á landi.“Um samstæðunaMóðurfélag Actavis, sem tók nýlega upp nafnið Allergan plc (NYSE: AGN), er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu frumlyfja, samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Fyrirtækið er í dag eitt af 10 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi með starfsemi í 100 löndum, um 30 þúsund starfsmenn, 40 verksmiðjur víða um heim og öfluga rannsóknar- og þróunargetu. Áætlaðar tekjur félagsins fyrir árið 2015 eru um 23 milljarðar dala. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin á Írlandi en höfuðstöðvar stjórnunar í New Jersey í Bandaríkjunum. Félagið er skráð undir merkjum Allergan í kauphöllinni í New York.
Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira