Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 09:46 Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Vísir/EPA Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni. Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni.
Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28