Biskup segir að samfélaginu beri að koma flóttamönnum til hjálpar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. september 2015 18:14 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Vísir/Anton „Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
„Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég.“ Þetta segir Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands í tilkynningu. „Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við.“ Í ályktuninni kom fram að Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og að stjórnvöld megi ekki bregðast skyldu sinni til að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. „Flóttamannavandinn er vandi okkar allra,“ skrifar biskup. „Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.“Kirkjan starfandi þar sem neyðin er stærst„Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka.Vísir/GettyAðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum,“ segir í tilkynningunni. „Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.“Biskup hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskotaSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum gert að umfjöllunarefni. 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.
Tengdar fréttir Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi "Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri hjálparstarfsins. 3. september 2015 16:44
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00