Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2015 12:15 Ekki hefur verið hægt að fá Bang & Olufsen vörur á Íslandi frá 2011. Vísir/Stefán Karlsson Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“ Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira