Lífið

Alexandra Helga slær í gegn á Bretlandseyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Sigurðsson og Alexandra Helga búa saman í Swansea.
Gylfi Sigurðsson og Alexandra Helga búa saman í Swansea.
Fjallað er um Alexandru Helgu Ívarsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands, á vefsíðu Daily Mail og er hún nefnd til sögunnar sem ein af fallegustu konum leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alexandra varð fegurðardrottning Íslands árið 2008 en hún býr í Swansea ásamt kærastanum sínum Gylfa Þór Sigurðssyni sem leikur með Swansea.

Hér má sjá flottustu eiginkonur leikmanna í deildinni. Alexandra er nokkuð virk á Instagram og eru til að mynda myndirnar af þeim í frétt Daily Mail frá Instagram síðu hennar. 

#kobygram

A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on

Niceland

A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on

Was such an honor to be a bridesmaid at one of my best friends wedding @mrs_kingx

A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on


Tengdar fréttir

Fótboltamaður og fegurðardrottning - á föstu á Facebook

Ein helsta von okkar íslendinga í knattspyrnuheiminum Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í samband. Sú heppna heitir Alexanda Helga Ívarsdóttir sem hlaut nafnbótina Ungfrú Ísland árið 2008. Gylfi hefur heldur betur farið vel af stað í þýska boltanum en hann er markahæsti leikmaður Hoffenheim á tímabilinu.

Ungfrú Ísland 2008 í jólagír

„Svo er fjölskyldan hans pabba með mjög skemmtilega hefð þar sem við tökum eina helgi fyrir jól og förum í bústað og slöppum af, búum til jólaskraut, spilum og borðum góðan mat," segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland 2008, í viðtali við Jól.is „Það kemur manni vel í gírinn," bætir hún við. Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Ungfrú Ísland 2008: Getur verið á háum hælum með kærastanum

„Ég hef það bara mjög gott. Þetta er bara spennandi," svarar Alexandra Helga Ívarsdóttir, 18 ára, sem var valin Ungfrú Ísland 2008 síðasta föstudag þegar Vísir spyr hvernig henni líður með nýja titilinn og hvað er framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×