Erlent

Norður-Kórea skiptir um tímabelti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að skipta um tímabelti, og fara yfir í sitt eigið, frá og með 15.ágúst næstkomandi.  Klukkan verður færð aftur um þrjátíu mínútur en það er gert til að fagna sjötíu ára sjálfstæði ríkisins, að því er segir í þarlendum fjölmiðli. Staðartími í Norður- og Suður-Kóreu hefur hingað til verið sá sami og í Japan, eða níu tímum á undan Greenwich-tímanum.  

Tímabeltið hlýtur nafnið Pyongyang time, í höfuðið á höfuðborginni. Norður-Kóreskur fjölmiðill segir að með þessu sé verið að uppræta áhrif hinna illu japönsku heimsvaldasinna sem hafi svipt landið staðartíma þess, þegar þeir höfðu yfirráð yfir Kóreuskaganum. 


Tengdar fréttir

Stafur Kim ætlaður sem tákn um visku

Þrátt fyrir að stafurinn sé merki um hrakandi heilsu Kims þá er hann jafnframt tákn um visku og aldur, segir sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu.

Segja Kim hafa lagst undir hnífinn

Forsvarsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu segja að Kim Jong-un hafi verið í skurðaðger og því hafi hann ekki sést opinberlega í sex vikur.

Hrekkjalómur klekkti á Kim Jong-Un

Mynd sem birt var af einræðisherranum í munaðarleysingjahæli í síðasta mánuði, hefur vakið mikla lukku á internetinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×