Erlent

Koma heim eftir borgarastríðið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi flugvél var sú fyrsta í fjóra mánuði sem lenti á Aden-flugvelli með almenna borgara.
Þessi flugvél var sú fyrsta í fjóra mánuði sem lenti á Aden-flugvelli með almenna borgara. nordicphotos/afp
Flugvöllurinn í Aden, næststærstu borg Jemens, var opnaður á ný í gær eftir að uppreisnarmenn Húta höfðu verið hraktir frá borginni af mönnum Abd Rabbuh Mansur Hadi forseta. Fyrsta vélin lenti og flutti heim 158 Jemena sem höfðu flúið borgarastríðið.

Hútarnir, sem eru hliðhollir ríkisstjórn Írans, voru hraktir frá borginni í síðasta mánuði.

Utanríkisráðherra Jemena, Riyadh Yassin, sagði við fjölmiðla á þriðjudag að hann byggist við minni stuðningi Írana við Húta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×