FTT undrast afstöðu Pírata gagnvart höfundarréttinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 23:30 Félag tónskálda og textahöfunda er ekki sátt við afstöðu þingmanna Pírata gagnvart höfundarréttinum. Vísir Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00