Verkfallið þegar farið að valda skaða að mati heilbrigðisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. maí 2015 20:46 Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Verkfall 2016 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Verkfall 2016 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira