Ólafía Þórunn að spila frábærlega í Sviss | Efst eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 17:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira