Ólafía Þórunn að spila frábærlega í Sviss | Efst eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 17:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira