Innlent

Sjálfstætt fólk hættir göngu sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Ársæll Þórðarson kveður sjónvarpsáhorfendur í bili að minnsta kosti.
Jón Ársæll Þórðarson kveður sjónvarpsáhorfendur í bili að minnsta kosti.
Ein lengsta og jafnframt ein verðlaunaðasta þáttaröð í íslensku sjónvarpi, Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli, er nú á enda runnin. Síðasti þátturinn verður sýndur næstkomandi sunnudagskvöld en þá heimsækir Jón Ársæll kraftaverkamanninn Róbert Guðfinnson á Siglufirði.

Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að um sameiginlega ákvörðun Jóns Ársæls og Stöðvar 2 sé að ræða. Þátturinn hefur verið á dagskrá undanfarin fjórtán ár sem er með því lengsta sem gerst hefur í íslensku sjónvarpi.

„Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur hefur sinn tíma'', segir Jón Ársæll.

„Við Steingrímur Jón Þórðarson, framleiðandi þáttanna, höfum velt því fyrir okkur árlega, svo að segja frá byrjun, hvenær væri kominn tími að enda þátt sem þennan. Við vildum hætta á toppnum, eins og sagt er, og nú er stundin runnin upp og kominn tími til að snúa sér að öðru. Ég segi takk, takk fyrir að horfa,“ bætir hann við.


Tengdar fréttir

Sjóarinn sem hafið hafnaði

Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson er næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×