Getur ekki unnið að verkefnum á spítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. maí 2015 07:15 Auður Anna Aradóttir segir nemendur skilja kröfur háskólamenntaðra. Fréttablaðið/Andri „Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
„Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira