Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 09:42 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng og að lögum samkvæmt þurfi umhverfismat að fara fram. Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Sú niðurstaða hefur verið umdeild og hefur meðal annars tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens furðað sig á því að verksmiðjan hafi ekki farið í umhverfismat. Þá hefur Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, gagnrýnt byggingu verksmiðjunnar sem hann segir með verri dílum Íslandssögunnar.Verksmiðjan sett í rangan framkvæmdaflokk Vegna umdeildrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar leituðu hagsmunaaðilar í grennd við fyrirhugaða verksmiðju til Málflutningsstofu Reykjavíkur til að fara yfir niðurstöðu stofnunarinnar. Er það álit lögfræðistofunnar að sólarkísilverksmiðjan þurfi að fara í umhverfismat eins og lög kveða á um. Ákvörðun Skipulagsstofnunar sé því efnislega röng. Er það rökstutt í álitsgerð lögfræðistofunnar, sem Vísir hefur undir höndum, með því að framkvæmdin falli undir þann framkvæmdaflokk „sem varðar framleiðslu á hrámálmi, með málmvinnslu-og efnafræðilegum aðferðum,“ en slíkar framkvæmdir eru alltaf háðar umhverfismati. Skipulagsstofnun setti verksmiðjuna ekki í fyrrnefndan framkvæmdaflokk heldur í flokk þar sem umhverfismat er aðeins háð því að stofnunin telji umhverfisáhrif töluverð, sem er eins og áður segir ekki í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Verið að framleiða nýja afurð í verksmiðjunni Lítur Skipulagsstofnun svo á að verksmiðjan sé stöð til bræðslu, „einnig málmblendis, á járnlausum málmum öðrum en góðmálmu, einnig endurheimtum vörum (hreinsun, steypa í steypusmiðjum o.s.frv.),“ eins og segir í viðauka með lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þessu er lögfræðistofan ósammála og bendir í álitsgerðinni á að um framleiðslu á sólarkísil sé að ræða sem Skipulagsstofnun hefur staðfest að sé hrámálmur. Þá þurfi einnig að líta til framleiðsluaðferðarinnar en kísillinn er leystur upp í bræddu áli og þar með hreinsaður. Þar að auki sé ekki rétt að skilgreina verksmiðjuna sem stöð til bræðslu því „samkvæmt skilgreiningunni eru notaðar fullunnar framleiðsluvörur til bræðslu eða hreinsunar.“ Slíkt eigi ekki við í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar heldur sé verið að framleiða nýja afurð.Telur skorta á gagnrýni í umfjöllun Skipulagsstofnunar um málið Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að svo virðist sem að ekki hafi farið fram næg rannsókn á framkvæmdinni. „Hvoru tveggja virðist framkvæmdin vera flokkuð í rangan framkvæmdaflokk samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum en einnig virðist ekki hafa farið fram nægjanleg rannsókn á því hver áhrif framleiðslunnar eru á umhverfið,“ segir Páll Rúnar. Undir þetta tekur Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, sem skoðað hefur gögn málsins. „Það sem mér fannst athyglisvert þegar ég skoðaði skjöl þessa máls var að mér fannst Skipulagsstofnun, og reyndar einnig umsagnaraðilinn Umhverfisstofnun, vera alltof ógagnrýnin á þær upplýsingar sem ráðgjafi Silicor Materials [innsk.blm. VSÓ ráðgjöf] lagði fram. Mér fannst skorta á að þess væri gætt að fara með gagnrýnum hætti yfir þær staðhæfingar og upplýsingar sem þar var að finna eins og ég tel að sé skylda slíkra eftirlitsstofnana,“ segir Ragnar.Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/stefánFordæmi fyrir því að dómstólar felli úrskurði úr gildi Páll Rúnar segir að fyrir þá sem vilji hnekkja ákvörðun Skipulagsstofnunar sé einna nærtækast að láta ógilda hana fyrir dómi. Þeir sem hafa lögvarða hagsmuni í málinu hljóti, að mati hans, að skoða þann möguleika gaumgæfilega enda miklir og óafturkræfir hagsmunir mögulega að fara forgörðum. Ragnar bendir á fordæmi í sambærilegum málum þegar úrskurðum Skipulagsstofnunar var skotið til ráðherra og svo áfram til dómstóla en í dag skal kæra úrskurði stofnunarinnar til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Það var ekki gert í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar en Ragnar telur þó ekkert því til fyrirstöðu að fara með málið beint fyrir dómstóla. „Dómstólar töldu sér heimilt að endurskoða niðurstöður hvort sem það var niðurstaða ráðherra eða Skipulagsstofnunar. Þannig að þó að þetta séu sérfróðir aðilar þá eru niðurstöðurnar ekki bindandi.“ Tengdar fréttir Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Faxaflóahafnir segja í svari til Umhverfisvaktarinnar að engin eiturefni verði í ryki frá sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Ljós- og hljóðmengun verði hindruð eftir megni. Kannanir sýni óveruleg umhverfisáhrif. 16. maí 2015 07:00 Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Samningar undirritaðir við Silicor Material Undirritaðir voru í dag samningar um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. 22. apríl 2015 11:49 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng og að lögum samkvæmt þurfi umhverfismat að fara fram. Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Sú niðurstaða hefur verið umdeild og hefur meðal annars tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens furðað sig á því að verksmiðjan hafi ekki farið í umhverfismat. Þá hefur Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, gagnrýnt byggingu verksmiðjunnar sem hann segir með verri dílum Íslandssögunnar.Verksmiðjan sett í rangan framkvæmdaflokk Vegna umdeildrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar leituðu hagsmunaaðilar í grennd við fyrirhugaða verksmiðju til Málflutningsstofu Reykjavíkur til að fara yfir niðurstöðu stofnunarinnar. Er það álit lögfræðistofunnar að sólarkísilverksmiðjan þurfi að fara í umhverfismat eins og lög kveða á um. Ákvörðun Skipulagsstofnunar sé því efnislega röng. Er það rökstutt í álitsgerð lögfræðistofunnar, sem Vísir hefur undir höndum, með því að framkvæmdin falli undir þann framkvæmdaflokk „sem varðar framleiðslu á hrámálmi, með málmvinnslu-og efnafræðilegum aðferðum,“ en slíkar framkvæmdir eru alltaf háðar umhverfismati. Skipulagsstofnun setti verksmiðjuna ekki í fyrrnefndan framkvæmdaflokk heldur í flokk þar sem umhverfismat er aðeins háð því að stofnunin telji umhverfisáhrif töluverð, sem er eins og áður segir ekki í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Verið að framleiða nýja afurð í verksmiðjunni Lítur Skipulagsstofnun svo á að verksmiðjan sé stöð til bræðslu, „einnig málmblendis, á járnlausum málmum öðrum en góðmálmu, einnig endurheimtum vörum (hreinsun, steypa í steypusmiðjum o.s.frv.),“ eins og segir í viðauka með lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þessu er lögfræðistofan ósammála og bendir í álitsgerðinni á að um framleiðslu á sólarkísil sé að ræða sem Skipulagsstofnun hefur staðfest að sé hrámálmur. Þá þurfi einnig að líta til framleiðsluaðferðarinnar en kísillinn er leystur upp í bræddu áli og þar með hreinsaður. Þar að auki sé ekki rétt að skilgreina verksmiðjuna sem stöð til bræðslu því „samkvæmt skilgreiningunni eru notaðar fullunnar framleiðsluvörur til bræðslu eða hreinsunar.“ Slíkt eigi ekki við í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar heldur sé verið að framleiða nýja afurð.Telur skorta á gagnrýni í umfjöllun Skipulagsstofnunar um málið Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að svo virðist sem að ekki hafi farið fram næg rannsókn á framkvæmdinni. „Hvoru tveggja virðist framkvæmdin vera flokkuð í rangan framkvæmdaflokk samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum en einnig virðist ekki hafa farið fram nægjanleg rannsókn á því hver áhrif framleiðslunnar eru á umhverfið,“ segir Páll Rúnar. Undir þetta tekur Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, sem skoðað hefur gögn málsins. „Það sem mér fannst athyglisvert þegar ég skoðaði skjöl þessa máls var að mér fannst Skipulagsstofnun, og reyndar einnig umsagnaraðilinn Umhverfisstofnun, vera alltof ógagnrýnin á þær upplýsingar sem ráðgjafi Silicor Materials [innsk.blm. VSÓ ráðgjöf] lagði fram. Mér fannst skorta á að þess væri gætt að fara með gagnrýnum hætti yfir þær staðhæfingar og upplýsingar sem þar var að finna eins og ég tel að sé skylda slíkra eftirlitsstofnana,“ segir Ragnar.Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/stefánFordæmi fyrir því að dómstólar felli úrskurði úr gildi Páll Rúnar segir að fyrir þá sem vilji hnekkja ákvörðun Skipulagsstofnunar sé einna nærtækast að láta ógilda hana fyrir dómi. Þeir sem hafa lögvarða hagsmuni í málinu hljóti, að mati hans, að skoða þann möguleika gaumgæfilega enda miklir og óafturkræfir hagsmunir mögulega að fara forgörðum. Ragnar bendir á fordæmi í sambærilegum málum þegar úrskurðum Skipulagsstofnunar var skotið til ráðherra og svo áfram til dómstóla en í dag skal kæra úrskurði stofnunarinnar til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála. Það var ekki gert í tilfelli sólarkísilverksmiðjunnar en Ragnar telur þó ekkert því til fyrirstöðu að fara með málið beint fyrir dómstóla. „Dómstólar töldu sér heimilt að endurskoða niðurstöður hvort sem það var niðurstaða ráðherra eða Skipulagsstofnunar. Þannig að þó að þetta séu sérfróðir aðilar þá eru niðurstöðurnar ekki bindandi.“
Tengdar fréttir Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Faxaflóahafnir segja í svari til Umhverfisvaktarinnar að engin eiturefni verði í ryki frá sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Ljós- og hljóðmengun verði hindruð eftir megni. Kannanir sýni óveruleg umhverfisáhrif. 16. maí 2015 07:00 Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Samningar undirritaðir við Silicor Material Undirritaðir voru í dag samningar um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. 22. apríl 2015 11:49 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Faxaflóahafnir segja í svari til Umhverfisvaktarinnar að engin eiturefni verði í ryki frá sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Ljós- og hljóðmengun verði hindruð eftir megni. Kannanir sýni óveruleg umhverfisáhrif. 16. maí 2015 07:00
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Samningar undirritaðir við Silicor Material Undirritaðir voru í dag samningar um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. 22. apríl 2015 11:49
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47