Sebastian Vettel vann í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2015 13:55 Vettel leiddi keppnina frá upphafi til enda og var aldrei ógnað í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45
Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45
Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45
Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30