Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 23:27 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar sem er farin til að vekja athygli á nauðgunum og kynferðislegri áreitni og þöggun samfélagsins þegar kemur að málaflokknum vísir/andri Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Aðstandendur Druslugöngunnar segja kröfu lögreglustjórans í Eyjum ýta undir þær hugmyndir að kynferðisafbrot séu mál sem eigi ekki að ræða opinberlega – „og eigi að halda á bakvið luktar dyr sem ýtir þar af leiðandi undir skömm þolenda.“ Þetta segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda göngunnar, í samtali við Vísi í tengslum við bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra til viðbragðsaðila þar sem hún fór fram á að þeir upplýstu fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag sagði Páley að þau skilaboð væru ekki síst til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Hún telji að fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þolendum oft mjög þungbær og byggir tilmæli sín á ummælum sem hún sagði hafa komið fram í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu mánaða.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Þessu eru skipuleggjendur Druslugöngunnar ósammála. Skilaboðin séu engan veginn í takt við kröfu göngunnar. „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind. Aðstandendur göngunnar styðji ekkert form þöggunar eða ritskoðunar yfirvalda þegar kemur að kynferðisbrotum.Sjá einnig: „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í kringum þjóðhátíð“ „Það er ekki umfjöllun um kynferðisbrot sem særir þolanda þess heldur það að vera nauðgað og beittur ofbeldi,“ segir Helga Lind Mar ennfremur. Krafa lögreglustjórans gefi þannig þeim hugmyndum að kynferðisbrot skuli ekki rædd opinberlega byr undir báða vængi og ýti þess þá heldur undir skömm þolenda ef brotum eigi að halda á bakvið luktar dyr.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 „Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52 Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
„Erfitt að skynja ekki þöggunarmynstur í tengslum við þjóðhátíð“ Aðstandendur Knúz og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu segja tilmæli lögreglustjórans í Eyjum til viðbragðsaðila á þjóðhátíð til þess fallin að sópa kynferðisofbeldi, umfangi þess og afleiðingum, undir teppið. 29. júlí 2015 22:52
Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins. 29. júlí 2015 20:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48