Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 18:13 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON „Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Á þetta bara að vera einhver heilög fjölskylduskemmtun? Er það sú ímynd sem þau vilja að verði send út?” spyr Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, í kjölfar fregna af því að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hafi gefið út bréf og sent til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla alls ekki um hugsanleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á þjóðhátíð um helgina. Ástæðuna segir lögreglustjórinn vera „hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og þau fái frið til þess.” Björg segist hafa nokkurn skilning á þessu sjónarmiði. „En aftur á móti þá velti ég fyrir mér hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir það að verkum að þau skuli þögguð niður? Ætlar lögreglan þá ekki heldur að veita upplýsingar um líkamsárásir eða fíkniefnabrot?” spyr Björg. Þolendur séu einnig að þeim málum.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Í stað þess að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar um afbrot á hátíðinni segir Björg að réttar væri að lögreglan, sem og fjölmiðlamenn, legðu áherslu á gerendur í brotunum sem kunna að koma upp um helgina, fremur en þolendurnar. Það verði þó ekki gert með takmörkuðu upplýsingaflæði, eða því sem Björg segir að megi túlka „sem ákveðna þöggun.“Björg Guðrún Gísladóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum.Vísir/ValgarðurUmræðu frekar en hlífðarskjöld „Það er ýmislegt sem á sér stað á útihátíðum, í Vestmannaeyjum sem og annars staðar, og það vitum við öll,” segir Björg og efast stórlega um að það breytist með þó svo að ekki verði fluttar fréttir af hugsanlegum brotum. Mikilvægara sé að færa fókusinn af þolendum fremur en að fjalla ekki um brot gerendanna – sem sömuleiðis helst í hendur við þær háværu kröfur sem hafa verið uppi á síðustu vikum og mánuðum. „Ég held líka að með byltingunum sem nú eru í gangi, svo sem Beauty Tips og Druslugöngunni, sé komin krafa um að við stöndum öll saman í því að mynda það þjóðfélag sem við viljum hafa,” segir Björg. Liður í því sé umræða um þennan málaflokk, fremur en að kasta hlífðarskildi yfir kynferðisbrot.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48