Erlent

Mikill vandi við Ermarsundsgöngin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikið er um göt í öryggisgirðingum sem gera ólöglegum innflytjendum kleyft að komast inn í göngin.
Mikið er um göt í öryggisgirðingum sem gera ólöglegum innflytjendum kleyft að komast inn í göngin. VÍSIR/AFP
Frakkar hafa ákveðið að senda aukinn fjölda lögreglumanna til að taka á þeim vanda sem skapast hefur undanfarna daga en mikill fjöldi hefur reynt að komast ólöglega inn í Bretland í gegnum Ermarsundsgöngin. Um 120 lögregluþjónar verða sendir til Calais til að betur sé hægt að gæta svæðisins í kringum innganginn að göngunum.

Í nótt lést einn er hann reyndi að komast í gegnum göngin en Médecins du Monde, læknasamtök sem standa vaktina í innflytjenda- og flóttamannabúðum í Calais segja að fjöldi þeirra sem þurfi á læknisaðstoð að halda hafi aukist mikið á undanförnum dögum.

Gríðarlegur fjöldi hefur reynt að komast í gegnum göngin á undanförnum mánuðum en á síðustu tveimir dögum hafa um 3500 manns gert tilraun til að komast í gegn. Alls hafa 9 látist frá byrjun júní.

Breska ríkisstjórnin hefur heitið 7 milljónum punda í aukafjárveitingu til þess að tryggja öryggissvæðið í kringum Ermarsundsgöngin. 


Tengdar fréttir

Einn lést í Calais

Tvö þúsund flóttamenn reyndu að komast um Ermasundsgöngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×