Sýnir einleik á stærstu listahátíð heims Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 10:00 Bragi hefur í nógu að snúast þessa dagana. Mynd/ Magnús Andersen Bragi Árnason leikari verður með eitt af opnunaratriðum einleikshátíðarinnar Act Alone sem haldin verður á Suðureyri 5. til 9. ágúst. Strax eftir hátíðina flýgur hann til Edinborgar í Skotlandi þar sem hann kemur fram á Edinborgarhátíðinni, sem er stærsta listahátíð í heimi. Bragi er búsettur í London en hann hefur verið þar seinustu átta ár þar sem hann hefur lært leiklist og starfað sem leikari og stuðningsfulltrúi. Einleikurinn sem Bragi ætlar að sýna heitir Barry and His Guitar. „Þetta er söngleikur þar sem lögin eru öll samin af mér og auðvitað einleikurinn sjálfur líka. Ég er líka með eina aðra sýningu í gangi með vini mínum sem heitir Euromen. Við erum búnir að vera að sýna hana í London. Þeir vildu fá hana líka á Edinborgarhátíðina en meðleikari minn komst því miður ekki. Ég veit um einn annan Íslending sem sýnir á hátíðinni en hún er í leiklistarskóla hér úti og mun koma fram í leikriti á vegum skólans.“Plakatið fyrir einleik Braga sem kallast Barry and his guitar.Mynd/aðsendÞetta verður í fyrsta skiptið sem Bragi kemur fram á Act Alone-hátíðinni en hann verður með eitt af opnunaratriðunum. „Ég kem fram á Suðureyri og tveimur dögum seinna flýg ég til Edinborgar. Þar mun ég koma fram á hverjum degi frá 8. ágúst til 30. ágúst nema ég fæ frí á mánudögum. Ég frumsýndi einleikinn í London í Hen and Chicken-leikhúsinu og síðan hef ég líka sýnt hana í Mengi en þá þurfti ég að halda aukasýningu vegna aðsóknar.“ Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bragi Árnason leikari verður með eitt af opnunaratriðum einleikshátíðarinnar Act Alone sem haldin verður á Suðureyri 5. til 9. ágúst. Strax eftir hátíðina flýgur hann til Edinborgar í Skotlandi þar sem hann kemur fram á Edinborgarhátíðinni, sem er stærsta listahátíð í heimi. Bragi er búsettur í London en hann hefur verið þar seinustu átta ár þar sem hann hefur lært leiklist og starfað sem leikari og stuðningsfulltrúi. Einleikurinn sem Bragi ætlar að sýna heitir Barry and His Guitar. „Þetta er söngleikur þar sem lögin eru öll samin af mér og auðvitað einleikurinn sjálfur líka. Ég er líka með eina aðra sýningu í gangi með vini mínum sem heitir Euromen. Við erum búnir að vera að sýna hana í London. Þeir vildu fá hana líka á Edinborgarhátíðina en meðleikari minn komst því miður ekki. Ég veit um einn annan Íslending sem sýnir á hátíðinni en hún er í leiklistarskóla hér úti og mun koma fram í leikriti á vegum skólans.“Plakatið fyrir einleik Braga sem kallast Barry and his guitar.Mynd/aðsendÞetta verður í fyrsta skiptið sem Bragi kemur fram á Act Alone-hátíðinni en hann verður með eitt af opnunaratriðunum. „Ég kem fram á Suðureyri og tveimur dögum seinna flýg ég til Edinborgar. Þar mun ég koma fram á hverjum degi frá 8. ágúst til 30. ágúst nema ég fæ frí á mánudögum. Ég frumsýndi einleikinn í London í Hen and Chicken-leikhúsinu og síðan hef ég líka sýnt hana í Mengi en þá þurfti ég að halda aukasýningu vegna aðsóknar.“
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira