Viðskipti innlent

Framkvæmdum á Bakka fagnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Kristján Þór Magnússon og Waldemar Preussner.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Kristján Þór Magnússon og Waldemar Preussner. Mynd/íslandsbanki
Upphafi framkvæmda vegna kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka var fagnað við Húsavík í dag, þar sem klippt var á borða á Bakka.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og Waldemar Preussner, eigandi PCC, klipptu á borðann í tilefni af áfanganum.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem kom að fjármögnun verksmiðjunnar, segir að hún muni skapa um 120 störf að ótöldum afleiddum störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×