Innlent

Rúta með þrettán erlenda ferðamenn fór út af á Snæfellsnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Engan sakaði þegar rútan fór út af.
Engan sakaði þegar rútan fór út af. mynd/björgunarsveitin klakkur
Rúta með þrettán erlenda ferðamenn sem var á leið frá Ólafsvík til Stykkishólms fór út af Snæfellsvegi undir Kolgrafarmúla við bæinn Berserkseyri í morgun.

Rútan fór á hliðina í vegkantinum en engan sakaði, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi. Mikil hálka var á veginum og kom mikið skafrenningskóf öðru hvoru.

Björgunarsveitirnar Klakkur og Berserkir voru sendar á staðinn til að fara með ferðamennina til byggða og gekk það vel.

Þá lenti ökumaður jeppabifreiðar í vandræðum á Fróðárheiði í morgun og var honum komið í samband við dráttarbílaþjónustu. Heiðin er talin ófær öllum bílum.

Rúta með 13 erlenda ferðamenn, á leið frá Ólafsvík til Stykkishólms, fór útaf Snæfellsnesvegi undir Kolgrafarmúla við bæ...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Thursday, 24 December 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×