Mest að gera á sumrin í Litlu jólabúðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Anne Helen Lindsay eigandi búðarinnar segir marga Íslendinga sem? safna jóladóti koma árlega. Fréttablaðið/GVA „Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“ Jólafréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Salan er mest í júlí og ágúst,“ segir Anne Helen Lindsay, eigandi Litlu jólabúðarinnar. Hún hefur rekið verslunina við Laugaveg 8 í fimmtán ár. „Við eigum orðið svo mikið af ferðamönnum sem koma hingað og þeir eru alveg kolvitlausir í búðina. Íslendingarnir sem eru að koma núna sjást ekki hérna á sumrin. Ég myndi segja að það væri eiginlega jafn mikil sala núna og í júlí og ágúst. Það skiptist kannski meira milli Íslendinga og útlendinga núna, en í júlí og ágúst eru það bara útlendingar sem eru að versla,“ segir Anne Helen. Anne Helen segir Íslendinga og útlendinga kaupa mismunandi vörur. „Útlendingar kaupa aðallega það sem er íslenskt handverk, það sem hefur verið framleitt sérstaklega fyrir þessa verslun og hluti sem hægt er að hengja á jólatré, ýmist úr gleri eða ull. En Íslendingarnir eru að kaupa allt mögulegt, sérstaklega skemmtilega hluti til að hengja á jólatré og styttur og annað." „Það er áberandi að útlendingar vilja íslenskt, á meðan það er blandað hjá Íslendingum. Þeir vilja líka íslenskt, en kaupa svo meirihlutann af þeim vörum sem ég flyt inn. Margir eru að safna, og koma einu sinni á ári og safna til að mynda fallegum hlutum á jólatréð,“ segir Anne Helen. Hún kaupir mikið af sömu fyrirtækjum og segir mikið um það að fólk sé að kaupa nýjar útgáfur af vörunum aftur og aftur, sérstaklega hl uti til að hengja á tréð. Anne Helen segist finna fyrir greinilegum vexti í sölu eftir að erlendum ferðamönnum fjölgaði svona mikið. „Þeir halda mér gangandi allt árið. Ef ég hefði ekki útlendingana þá myndi verslunin ekki lifa af árið. Íslendingarnir koma ekki fyrr en í október, nóvember, og desember.“
Jólafréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira