Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2015 20:59 Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24