„Við erum í rauninni ekki til“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 14:14 Jón Gnarr. Vísir/Stefán Jón Gnarr veltir tilveru sinni fyrir sér í nýjasta pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar setur hann fram spurningar eins og: Hver er ég? hvaðan kem ég? og hvert fer ég?. Þar að auki veltir Jón fyrir sér af hverju hann geri hlutina svona en ekki hinsegin og af hverju hann endurtaki sömu mistökin. „Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég.“ „Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér.“ Jón segist hallast að því að um innsæi sé að ræða. „Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.“ Eftir langa leit segist Jón hafa komist að því að ástæða þess að hann hafi ekki fundið sig, sé að hann sé í rauninni ekki til. „Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir.“ Því segir Jón að það sem að hann upplifir að hann hafi sagt í pistli sínum sé þar af leiðandi misskilningur. Að heilinn í Jóni sé að nota hans „fabrikeruðu“ persónu til að koma gögnum í heilann á okkur. „Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi.“ Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Jón Gnarr veltir tilveru sinni fyrir sér í nýjasta pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar setur hann fram spurningar eins og: Hver er ég? hvaðan kem ég? og hvert fer ég?. Þar að auki veltir Jón fyrir sér af hverju hann geri hlutina svona en ekki hinsegin og af hverju hann endurtaki sömu mistökin. „Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég.“ „Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér.“ Jón segist hallast að því að um innsæi sé að ræða. „Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.“ Eftir langa leit segist Jón hafa komist að því að ástæða þess að hann hafi ekki fundið sig, sé að hann sé í rauninni ekki til. „Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir.“ Því segir Jón að það sem að hann upplifir að hann hafi sagt í pistli sínum sé þar af leiðandi misskilningur. Að heilinn í Jóni sé að nota hans „fabrikeruðu“ persónu til að koma gögnum í heilann á okkur. „Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi.“
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira