Körfubolti

Harden með þrennu í sigri Houston | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Harden tekur eitt af 12 fráköstum sínum gegn Detroit í nótt.
James Harden tekur eitt af 12 fráköstum sínum gegn Detroit í nótt. vísir/afp
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

James Harden var magnaður þegar Houston Rockets bar sigurorð af Detroit Pistons, 103-93. Harden var með þrefalda tvennu; 38 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar og leiddi sína menn til sigurs.

Houston er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 67,7% vinningshlutfall.

Atlanta Hawks vann góðan níu stiga sigur, 97-106, á Cleveland Cavaliers í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir voru tíu stigum yfir í hálfleik, 43-53.

Al Horford átti flottan leik í liði Atlanta, skoraði 19 stig, tók níu fráköst og sex stoðsendingar. Alls skoruðu sex leikmenn Atlanta yfir tíu stig í leiknum.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 20 stig.

Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf sjö stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann öruggan 20 stiga sigur, 109-89, á Dallas Mavericks á heimavelli.

Draymond Green átti einnig flottan leik hjá Golden State með 18 stig og níu fráköst en liðið er í efsta sæti Vesturdeildarinnar.

Rajon Rondo og Dirk Nowitzki skoruðu 14 stig hvor fyrir Dallas.

Úrslitin í nótt:

Toronto 94-103 Charlotte

Chicago 84-98 Indiana

Sacramento 114-119 Orlando

Utah 89-83 Philadelphia

Miami 97-99 Washington

Cleveland 97-106 Atlanta

Phoenix 108-100 Brooklyn

Detroit 93-103 Houston

LA Lakers 90-97 Memphis

Boston 104-98 New Orleans

Denver 111-120 San Antonio

Dallas 89-104 Golden State

Harden átti stórleik í nótt Anthony Davis treður yfir Tyler Zeller Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×