Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:30 Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira