Innlent

Vilja að leitað verði umsagna vegna nýju Reykjavíkurhúsanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Kirkjusandur. Teikningin sýnir frumhugmynd að því hvernig byggðin gæti litið út.
Kirkjusandur. Teikningin sýnir frumhugmynd að því hvernig byggðin gæti litið út. mynd/reykjavíkurborg
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina leggja til að leitað verði umsagna umhverfis- og skipulagsráðs, velferðarráðs mannréttingaráðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs vegna tillagna starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin sem gert er ráð fyrir að rísi í Vesturbugt og á Kirkjusandi. Lögð var fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í morgun.

Sjá einnig: Tillögur að nýjum Reykjavíkurhúsum í Vesturbugt og Kirkjusandi

Í bókuninni segir að forsendur í kostnaðarlíkani starfshópsins séu ekki nægjanlega áreiðanlegar, þar sem kynning starfshópsins hefði að mestu leyti verið byggð á húsnæðisstefnu borgarinnar frá árinu 2011.

Þá segir að starfshópurinn hafi kynnt fimm ólíkar leiðir en að lögmætiskaflar í lok hverrar leiðar sé ábótavant. „Því verðum við að geta metið áhættu af málarekstri og mögulegum skaðabótum sem hver og ein leið kann að hafa í för með sér, sérstaklega með tilliti til EES samningsins, jafnræðis og samkeppnissjónarmiða,“ segir orðrétt í bókuninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×