Hvar eru peningarnir Eygló? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun